Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 90
90
G U Ð L A U G S S U N D
Á ári hverju er synt svokallað
Guðlaugssund í Vestmanna-
eyjum, en þar er minnst fræki-
legs sunds Guðlaugs Friðþórs-
sonar, stýrismanns, í land,
eftir að Hellisey VE 503 fórst
þrjár sjómílur suð-, suðaustur
af Heimaey.
Hellisey hvolfdi seint að
kvöldi 11. mars 1984 eftir að
trollið festist í botni. Þrír af
fimm manna áhöfn komust á
kjöl og tókst einum þeirra,
Guðlaugi Friðþórssyni, að
synda til lands. Þegar slysið
varð var hægviðri en allmikill
sjór, frost og hitastig sjávar
var um 6°C. Eftir um þriggja
sjómílna sund, sem eru 5.556
metrar, kom Guðlaugur að
landi á Eldfellshrauni suðaust-
ur af Helgafelli, eftir trúlega
um 6 klst. sund. Þar þurfti
hann að klifra hamar, ganga
berfættur yfir úfið apalhraun,
upp erfiða brekku, milli Fella
og í átt til bæjarins. Trúlega
hefur þetta verið um þriggja
kílómetra ganga.
Góð þátttaka í ár
Þetta þrekvirki Guðlaugs
verður ætíð í minnum haft og
ákváðu nemendur Stýri-
mannaskólans í Vestmanna-
eyjum strax árið eftir að
synda Guðlaugssund í Sund-
höll Vestmannaeyja og minn-
ast þessa afreks og um leið
að undirstrika mikilvægi ör-
yggismála sjómanna á Ís-
landsmiðum. Eftir að stýri-
Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Eyjum, sem hefur frá upphafi lagt sín lóð á vogarskálarnar við framkvæmd Guðlaugssundsins, og Guð-
laugur Friðþórsson, sem sundið er kennt við. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum
Guðlaugssund synt í
Sundhöll Vestmannaeyja
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja eftir að hafa hafa í sameiningu synt Guðlaugssund.