Ægir - 01.03.2007, Page 91
91
G U Ð L A U G S S U N D
mannanámi lauk í Vest-
mannaeyjum 1999, hafa
áhugamenn annast fram-
kvæmd sundsins og hefur
Friðrik Ásmundsson, fyrrver-
andi skólastjóri Stýrimanna-
skólans, verið í fararbroddi.
Í ár var efnt til Guðlaugs-
sunds í Eyjum aðfararnótt 12.
mars og mættu nítján sund-
garpar til leiks. Sumir þeirra
syntu allt Guðlaugssundið.
Þeirra á meðal var Óskar E.
Óskarsson, forstjóri Áhalda-
leigu Vestmannaeyja, elstur
sundgarpanna í ár, en sundið
hefur hann oft áður þreytt.
Sóley Haraldsdóttir, sem er
aðeins tíu ára gömul, gerði
sér lítið fyrir og synti alla
vegalengdina og Hrafnhildur
Einarsdóttir, átta ára hnáta,
yngsti þátttakandinn í ár,
synti hálft Guðlaugssund.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
Vestmannaeyja skipti vega-
lengdinni á milli sín og það
sama gerðu starfsmenn Glitn-
is í Eyjum. Þá mætti sundfólk
úr sunddeild ÍBV ásamt þjálf-
aranum Marcin Malinski til
leiks.
Guðlaugur Friðþórsson
mætti á svæðið á fylgdist með
sundgörpunum takast á við
Guðlaugssundið.
Þess má geta að frá upp-
hafi hafa verið skráð nöfn
allra sem hafa synt Guðlaugs-
sund.
En það var ekki bara í Eyj-
um sem Guðlaugssund var
synt. Einnig var synt í Reykja-
vík og þá stóð Magnús
Tryggvason fyrir Guðlaugs-
sundi í Hveragerði.
Sóley Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og synti heilt Guðlaugssund. Sóley er að-
eins tíu ára gömul.
Starfsfólk Glitnis, sem tók þátt í sundinu.