Ægir - 01.03.2007, Side 95
95
VGK-Hönnun hefur sinnt þjón-
ustu við sjávarútveginn nánast
frá stofnun, eða í rúmlega 40
ár. Verkefnin hafa verið mörg
og margvísleg, allt frá verðmati
á frystihúsum og fiskimjöls-
verksmiðum vegna lántöku til
hönnunarvinnu og ráðgjafar við
fiskimjölsverskmiðjur. Vélbún-
aður, tankar, gufukerfi, vatns-
kerfi, mjöllagnir, mjölsíló, bor-
holur og dælur, katlar og kæli-
eða frystikerfi eru meðal þess
búnaðar sem fyrirtækið hefur
ýmist hannað eða sinnt ráðgjöf
við uppsetningu, kaup, viðhald
eða rekstur.
Fjölþætt verkefni
Á undanförnum árum hefur
VGK-Hönnun komið að ým-
iskonar hönnun eða ráðgjöf
fyrir fiskimjölsverksmiðjur á
Sandgerði, Neskaupsstað,
Siglufirði, Seyðisfirði, Horna-
firði, í Grindavík, á Djúpa-
vogi, Eskifirði og Hjaltlands-
eyjum. Þessi vinna er allt frá
forhönnun verksmiðja og
hagkvæmisútreikninga til
hönnunar einstakra þátta eins
og varmaskipta, soðeiming-
arstöðva, lýsisbrennslu,
vinnslu- og útskipunarlagna,
lýsisgeyma og skilvindukerfa.
Einnig hefur fyrirtækið komið
að stækkun og nýbyggingum
verksmiðja á Neskaupsstað,
Eskifirði, Fáskrúðsfirði og á
Akranesi.
Frá 2005 hefur fyrirtækið
tekið þátt í hönnun frysti-
geymslna, m.a. á Hornafirði
(1200 m2) og á Neskaupsstað
(7000 m2) en sú er jafnframt
ein sú stærsta á landinu.
Hjá VGK-Hönnun starfar
sérhæft starfsfólk til hönnunar
og ráðgjafar við sjávarútveg-
inn, þ.á.m. véla-, skipa- og
sjávarútvegsverkfræðingar
sem hafa mikla reynslu við
hönnun véla og búnaðar fyrir
fiskimjölsverksmiðjur, fisk-
iðjuver, fiskiskip og frysti-
geymslur.
MENGUN
SJÁVAR
ER OKKAR
MÁL
www.ust.is
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 591 2000,
fax 591 2020, heimasíða www.ust.is
Umhverfisstofnun
annast eftirlit með mengun meðfram ströndum landsins og í hafinu umhverfis.
Umhverfisstofnun hvetur sjófarendur til þess að
umgangast hafið af virðingu fyrir því og auðlindum þess
Hreint haf er hagur Íslands
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar
www.ust.is/mengunarvarnir/mengunhafsogstranda
Þ J Ó N U S T A
Verkfræðistofan VGK-Hönnun:
Margháttuð
þjónusta við
sjávarútveginn
Þrívíddarlíkan af lýsisgeymi.