Ægir - 01.03.2007, Page 97
97
vinnslu hér á landi. Síðan tek-
ur við síðari heimsstyrjöldin
1939-1945 og var í Ægi á
þessum tíma mikið fjallað um
þann uppgang sem hún hafði
í för með sér fyrir sjávarútveg-
inn. En ekki var síður skrifað
um þær gríðarlegu fórnir sem
íslenskir sjómenn og fjöl-
skyldur þeirra máttu þola af
völdum styrjaldarátakanna á
hafinu.
Þegar líður að lokum styrjald-
arinnar er farið að hyggja að
endurnýjun fiskiskipaflotans
og að endingu er sagt frá
smíði og komu nýsköpunar-
togaranna, sem flestir voru
smíðaðir í Englandi og Skot-
landi, og Svíþjóðarbátana. Þá
má ekki gleyma því að á
sama tíma voru blómlegar
skipasmíðar hér á landi og
fjölmörg fiskiskip runnu af
stokkunum, allt tréskip, flest
35-70 tonna, en það stærsta
tæpar 200 smálestir.
Ægir var lengst af í sínu
gamla broti og ég var í hópi
þeirra sem taldi ekki ástæðu
til þess að gera þar breytingu.
Möguleikar í fjölbreyttara um-
broti á síðunum kölluðu á
stærri Ægi og það gerðist fyr-
ir liðlega sjö árum. Um svipað
leiti dró Fiskifélagið sig út úr
útgáfunni, en hefur áfram
haldið mjög góðum tengslum
við Ægi. Einhvern tímann
hefði maður haldið að Fiski-
félag Íslands, Ægi og Sjó-
mannaalmanakið væri ekki
hægt að sundurskilja. En
svona breytast hlutirnir og
sérþekking á því sem maður
fæst við skiptir sífellt meira
máli.
Í fararbroddi í sjávarútvegi
Heil öld er ekki langur tími í
lífi þjóða. Við göngum um
steinlögð þröng stræti gam-
alla stórborga og dáumst að
þeim byggingum sem þar
standa og hafa staðið nær
óbreyttar í árhundruð. Hjá
okkur hófst atvinnubyltingin í
sjávarútvegi fyrir rúmlega
heilli öld. Stundum er sagt að
menn eigi að halda sig við
það sem þeir eru bestir í.
Þetta á vel við íslenskan sjáv-
arútveg og það starfsfólk sem
vinnur við greinina. Þrátt fyrir
þrengingar sem ávallt fylgir
sveflukenndum atvinnuveg-
um þá höfum við löngu sann-
að að í útgerð og fiskvinnslu
erum við í fararbroddi meðal
þjóða.
Að endingu óska ég útgef-
endum og aðstandendum
Ægis innilega til hamingju á
merkum tímamótum. Hvað
framtíðin ber í skauti sínu vit-
um við ekki. Það er einlæg
von mín að Ægir haldi sínu
striki og verði áfram leiðandi
fjölmiðill um flest sem varðar
íslenskan sjávarútveg.
Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Samhliða því að setja á blað þetta
greinarkorn fletti ég nokkrum eldri blöðum
af Ægi og þá einkum frá tímabilinu 1930-1950.
Þetta er fróðleg lesning og spannar
erfiðleikana af völdum heimskreppunnar
allan fjórða áratug síðustu aldar, þar sem
sjávarútvegurinn fór ekki varhluta.