Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 108

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 108
108 „Það hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir vörum okkar hér innanlands og fjölmörg verkefni eru í pípunum. Áhugi fiskverkenda á okkar lausn- um, sem saman standa af flæðilínum, flokkurum og skurðarvélum og það nýjasta í flórunni eru þunnildaskurða- vélar, sem m.a. hafa verið settar upp hjá Þorbirninum hf. og hjá Vísi hf. Allt þetta stað- festir að þessar lausnir eru að hjálpa fiskvinnslufyrirtækj- unum verulega. Við settum upp fjölmörg kerfi á síðasta ári en árið varð það söluhæsta hjá Marel á Íslandi frá upp- hafi,“ segir Guðjón Stefáns- son, svæðissölustjóri Marel á Íslandi. „Með innleiðingu á þess- um kerfum aukast afköst verulega, snyrti- og afurðanýt- ing hækkar, gæðaeftirlit verð- ur auðveldara og skilvirkara, allt eftirlit með framgangi vinnslunnar á hverjum tíma er á tölvutæku formi og því aðgengilegt þegar á þarf að halda. Þetta leiðir síðan af sér að hægt er að taka á vanda- málum um leið og þau verða til auk fjölda annarra þátta. Þá er vinnuaðstaða þeirra sem vinna við kerfin mun betri en áður og það auðveld- ar fyrirtækjunum að fá fólk til vinnu. Með þessum kerfum er einnig auðvelt að koma á bónuskerfi sem getur hækkað laun fólks umtalsvert,“ segir Guðjón. Beinatínsluvél í þróunarferli Marel er stöðugt að vinna að þróun á nýjum lausnum og sem fyrr eru þær unnar í nánu samstarfi við hérlend fyrirtæki. Allra nýjasta lausn- in, sem Marel er nú að þróa í samstarfi við HB-Granda hf, er beinatínsluvél sem tínir bein úr fiskflökum. Þróun þessarar tæknilausnar hófst á sínum tíma í þorskvinnslu í samstarfi við Samherja á Dal- vík, en tæknin var síðan reynd með betri árangri við vinnslu á ufsaflökum. „Við er- um að gera frekari tilraunir með þennan búnað í HB- Granda og þær ganga vel. Ég reikna með því að búnaður- inn verði þróaður áfram í aðr- ar tegundir og það er stefnt að því gera markvissar til- raunir með þorskflök,“ segir Guðjón. Röntgentæknin við leit að beinum í fiskblokk og kjúklingum Margoft hefur Marel þróað nýjar tæknilausnir í samstarfi við íslenskan sjávarútveg, sem síðan hafa verið þróaðar áfram í annan matvælaiðnað. Gott dæmi er yfirfærsla flæði- línunnar úr fiskvinnslunni yfir í kjötvinnslugeirann, sbr. flæðilínur Norðlenska annars vegar til vinnslu dilkakjöts á Húsavík og hins vegar stór- gripakjöts á Akureyri. Guðjón nefnir að röntgentæknin, sem Marel hefur verið að þróa til að finna bein í fiskflökum, hafi nú verið yfirfærð í kjúk- lingaiðnaðinn með mjög góð- um árangri, en þar er röntg- entæknin notuð m.a. til þess að útiloka að bein leynist í kjúklingabringunni sem neyt- andinn kaupir úti í búð. Undafarið hafa staðið yfir til- raunir með að skanna alla blokk frá flæðilínunni hjá Samherja á Dalvík með X-ray vél frá Marel. Má segja að með því verði hægt að ná beinatíðni í blokk verulega niður og framleiða beinlausa blokk sem er afar mikils virði. Allt mun þetta skýrast betur á næstu vikum en strax í dag má sjá að geysileg breyting hefur átt sér stað á gallatíðni í blokkinni. Áður hafa allir sporðar farið þessa sömu leið með góðum árangri. Vigtarbaukaflokkari Fjölmargir möguleikar eru í þróun tæknibúnaðar sem tengist flæðilínunum. Dæmi um það er „Check Bin“ eða vigtarbaukaflokkari. Fiskurinn er flokkaður í stærðir frá flæðilínunni og sendur sjálf- virkt til pökkunar eftir stærð í ferskar afurðir eða aðrar pakkningar í frost. Frá flæði- línunni fer hver stærðarflokk- ur í sitt ferli og sem dæmi má senda ákveðna stærð í fersk- fisk pökkun, 5 punda pökkun eða svipað. Með því að nýta vigtarbaukaflokkarann til að búa til skammtastærðir dettur út vinnan við að vigta hand- virkt í skammta með mismik- illi yfirvigt. Niðurstöður hafa sýnt að yfirvigt verður nánast sú sem óskað er eftir. Að sögn Guðjóns er góð reynsla af búnaðinum þar sem hann hefur verið settur upp, t.d. vestur í Bolungarvík og hjá Ísfiski í Kópavogi Fjárfesting sem skilar sér fljótt til baka Guðjón segir að vissulega kosti ný tækni töluverða fjár- muni, en þá verði menn líka að horfa á heildarmyndina. Hvað sparist á móti með mögulega færri vinnuhöndum og betri nýtingu hráefnisins. „Ég get í þessu sambandi tek- ið dæmi af einum af við- skiptavini okkar sem vinnur 300 þúsund tveggja kílóa pakka á ári af léttsöltuðum hnökkum. Áður var fiskurinn vigtaður í höndunum og 3 starfmenn þurftu að hafa sig alla við til þess að hafa undan pökkunarlínunni. Yfirvigtin var töluvert há. Þessi fram- leiðandi fékk síðan vigt- arbaukaflokkara frá okkur og þar með var þessi yfirvigt úr sögunni. Viðkomandi aðili segir að búnaðurinn hafi verið afskrifaður á innan við 1 ári. Þessa tæknilausn er Marel nú að útfæra fyrir frystiskipin. Þar erum við að vonast til þess að geta losað um einn til tvo menn í vigtun og ná fram jafnari vigt,“ segir Guðjón. T Æ K N I Sem fyrr er mikill áhugi hérlendra fiskvinnslufyrirtækja á tæknilausnum Marel: Fjölmargt í pípunum hjá Marel Sigmundur Vilmar Böðvarsson (t.v.) og Ari Baldursson. Báðir eru þeir í hugbúnaðarþjónustu fyrir Marel hér á Íslandi. Ari er búsettur í Dalvíkurbyggð og annast hugbúnaðarþjónustu fyrir Norður- og Austurland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.