Ægir - 01.03.2007, Síða 117
117
mjög gott miðað við skip af
þessari stærðargráðu eða um
90 fermetrar.
Skipið er búið nýrri gerð
veltitanks, sem á margan hátt
má líkja við tímaglas að lög-
un. Tankurinn er með hreyf-
anlegum tölvustýrðum loku-
búnaði.
Íbúðir eru fyrir 14 menn á
skipinu, sex tveggja manna
klefar og tveir eins manns og
eru þeir allir afar vel útbúnir.
Þá er aðstaða í eldhúsi, mat-
sal og setukrók fyrsta flokks.
Skipstjóri er Birgir Þór Sverr-
isson, sem áður var með
Vestmannaey VE 54. Fyrsti
stýrimaður er Egill Guðnason.
Yfirvélstjóri er Kristinn B. Val-
geirsson og fyrsti vélstjóri Ól-
afur Guðmundsson.
Systurskip í smíðum í Póllandi
Systurskip Vestmannaeyjar er
í smíðum í Póllandi og er gert
ráð fyrir að það komi til
landsins næsta haust. Það
skip kemur til með að heita
Bergey VE 544. Smáey VE
144, sem einnig er ísfisktog-
ari, er þriðja skip Bergs-Hug-
ins. Þriðja skipið sem smíðað
er samkvæmt sömu teikningu
í Póllandi er nýr Dala-Rafn
fyrir Þórð Rafn Sigurðsson, en
það skip er væntanlegt til
landsins á næsta ári.
N Ý T T S K I P
Sædís Eva Birgisdóttir, dóttir Birgis skipstjóra, Kolbrún Valtýsdóttir, eiginkona
Birgis og Lóa Skarphéðinsdóttir, eiginkona Magnúsar Kristinssonar.
Páley Borgþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, höfðu
ástæðu til að brosa út af eyrum, enda mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjum að
fá nýtt skip í fiskiskipaflota Eyjamanna.
M
y
n
d
:
Ó
s
k
a
r
P
.
F
ri
ð
ri
k
s
s
o
n
.
Pósthólf 133 – 902 Vestmannaeyjar - Sími 481 2111 – Fax 481 2918
Netfang: thorvel@simnet.is - Vefsíða: www.velathor.is