Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 83 Bókin, Matur og megin, hefur margar eftirtektarverðar og hollar leiðbein- ingar að flytja. En í henni kennir nokkuð áróðurs og öfga hins kappsfulla hardagamanns, sem oft hættir við að álíta, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég ætla ekki að dæma um það, hvort allar þær kenningar um mataræði, sem A. Waerland setur fram í bók sinni, séu í sa nræmi við náttúruna eða ekki. En það eru í bókinni nokkur atriði, sem ég tt l mjög þess verð, að þeirn sé gaumur gefinn, og svo önnur, sem eru villandi og fólk ætti ekki að taka alvarlega. Á þessi atriði ætla ég að benda. Waerland tekur starfsemi ristilsins alveg sérstaklega til athugunar og telur hana að vonum einkar þýðingarmikla fyrir líf og heilsu mannsins. Rotnandi úrgangsefni, einkum úr fiski og kjöti, sem safnast fyrir í ristlinum, séu upp- haf alls konar meina og því mjög skaðleg fyrir líkamann. Til þess að koma í veg fyrir þessa rotnun í ristlinum, og fá hann til þess að starfa eðlilega, sé nauðsynlegt: f fyrsta lagi að hafa þannig áhrif á gerlagróður ristilsins, að rotnun geti ekki átt sér þar stað, og í öðru lagi, að tryggja reglubundna og nægilega tíða tæmingu ristilsins. Þetta hvorttveggja telur Waerland að náist með því að neyta aðallega heils korns, ávaxta og alls konar grænmetis, en lítils eða helzt einskís af kjöti, fiski, hvítu hveiti eða hvítasykri. Áhrif gerlagróðurs ristilsins á meltinguna og þá um leið á heilsu mannsins hafa verið rannsökuð af mörgum þekktum vísindamönnum. Kunnastur af þeim er Metzchnikoff (1845—1916), sem vakti eftirtekt á húlgörsku súrmjólk- inni, júgúrtinni, fyrir það, að mjólkursýrugerlarnir í henni kæmu í veg fyrir rotnun í ristlinum, en að því væri mikil heilsubót. Sömu skoðunar var þýzki prófessorinn W. Henneberg (1871—1936). Taldi hann neyzlu mjólkur og mjólkursykurs, ásamt tilheyrandi mjólkursýrugerlum, hafa sérstaklega góð áhrif á gerlagróður ristilsins og þá um leið á heilbrigði líkamans. Ameríski læknirinn J. H. Kellogg, sem mikið hefur rannsakað þetta atriði, fylgir einnig mjög eindregið þessari skoðun. Samkvæmt reynslu minni af skyri og skyrgerlum tel ég þessa kenningu mjög sennilega. Mjólkursykur ásamt viðeigandi mjólkursýrugerlum, hvort sem þessa er neytt sem mjólkur, súrmjólkur, mysu eða skyrs, hefur vafalaust mjög góð áhrif á meltinguna. Ég held því fram, að skyrát og mysudrykkja vor ís- lendinga hafi átt einna drýgstan þátt í því að halda lífinu í þjóðinni. Þess vegna legg ég á það áherzlu einu sinni ennþá, að hér á að gera ráðstafanir til þess að koma mjólkursykrinum í fólkið, en ekki að fleygja honum í skolp- ræsin, eins og nú er gert, eða í naut og svín, eins og búfræðingar vorir leggja til að gert verði. Waerland telur að trjáefnin í hýði korns og ávaxta séu tilvalin næring fyrir gerlagróðurinn í ristlinum og geti komið þar í stað mjólkursykurs. Þetta er atriði, sem ég tel höfundinn ekki færa nægileg rök fyrir. Mér vitanlega geta þeir gerlar, sem taldir eru geta verið til einhverra bóta í ristlinum, ekki lifað á trjáefni (sellulósa). Það er mjólkursykurinn, sem mest örvar vöxt slíkra gerla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.