Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 8
102 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Frú Gerd Grieg leikur Thoru Parsberg Enginn hefur gert við oss eins og vinþjóð vor Norðmenn á þessum dögum, þegar öll ríki veraldar, smá og stór, eru í deiglunni, einnig vort. Jafnsnemma liinum voldugri vinþjóðum vorum sendu þeir hingað fulltrúa með hárri tign, og vottuðu þannig lýðveldinu í reifum vináttuliug og skilning, það verðmæt- asta sem þeir gátu gefið oss á örlagatímum í lífi þeirra sjálfra. En þeir létu ekki þar við sitja. Þeir sendu oss ambassador að auki, sem eftir öðrum leiðum, leiðum listarinnar, hefur flutt íslenzkum hjörtum Noreg: frú Gerd Grieg. Aldrei áður hefur erlend þjóð sent oss listamann til að starfa misserum saman meðal vor og veita oss af auðlegð listar, sem er hástæð, almenn og alþjóðleg, þáttur af sjálfri heimsmenningunni. Það er auðvelt að sigra Island með slík- um ambassador, sem betur fer er lijarta vort veikt fyrir töfrasprota listarinnar, enda herfang sigurvegarans þar eítir: þakklæti vort til hennar persónulega og aukinn kærleikshugur til þeirrar þjóðar sem sendi hana. Það má líka sjá þess merki að starf hennar hér hefur ekki verið unnið fyrir gýg, því sjaldan hafa leikkraftar vorir í Iðnó náð betra árangri en í samvinnunni við hana, fyrst í Heddu Gabler, síðan í sýningum þeim, sem hún hefur leikbúið hér, og loks í Paul Lange og Thora Parsberg, sem nú var sýnt. Leikur frú Grieg er í stóru broti, sterklega hneigður til stíls, en þó alltaf persónulegur, með slíkri reisn og myndugleik, að það er á takmörkum að litla leiksviðið okkar í Iðnó beri hana. Eins og í Heddu Gabler byggir hún vafalaust túlkun sína á þessu hlutverki, Thoru Parsberg, á sérstakri gerð norskrar hefðarkonu af borgarastétt, ef til vill ákveðinni persónu, en þetta er manngerð sem vér íslendingar eigum erfitt að setja í samband við veruleikann, því slík tegund hefðarkonu er ókunnugt mannlegt form hér á Islandi. En frú Grieg tjáir oss þessa konu, Heddu Gabler áður og Thoru Parsberg nú, með svo öruggu valdi yfir öllum listrænum meðulum, að í gervi hennar skynjum vér hið mannlega eins áþreifanlega og vér hefðum frá öndverðu þekkt einmitt slíka konu betur en allar aðrar. Leikurinn með allri hreyfingu sinni, svipbrigð- um og raddar, lifir í okkur á eftir eins og endurminning um veruleik, sem er sterkari en sjálfur hinn svokallaði raunheimur. Þegar þetta leikrit um Thoru Parsberg og Paul Lange var samið, fyrir tæp- um fimmtíu árum, hefur það sennilega verið kallað skáldverk um siðferðilegt viðfangsefni. Hin siðferðilega hlið málanna var þá á döfinni með dálítið öðr- um hætti en nú. Oldin var miklu huglægari en vorir tímar. Ég held vorir tím- ar líti fyrst og fremst á Paul Lange og Thoru Parsberg sem sálfræðilegt skáld- verk, í raun réttri skáldverk um geðbilun sem endar með sjálfsmorði. Hvort það var rétt eða rangt af Paul Lange ráðherra að halda meðmælaræðu um „óáreiðanlegan" flokksforingja um leið og hann sagði af sér, og tryggja þann- ig, að þessi „óáreiðanlegi" foringi fengi völdin í hendur, — slíks mundi ekki verða spurt nú. Og maður trúir einhvernveginn ekki á hugsjónadýrð þessara kjólklæddu herramanna, sem eru að breiða sig út með háværum siðferðilegum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.