Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 12
KRISTINN E. ANDRÉSSON: Lýðveldi endurreist á Islandi Lýðveldi er að nýju stofnað á íslandi. Drottnun erlendra þjóð- höfðingja yfir Islandi er að fullu úr sögunni. Gamli sáttmáli, Kópa- vogseiður og aðrir svardagar gefnir erlendum kóngum eru loks brenndir til ösku. Vér erum aftur heima eftir langa útivist. Um sama leyti sem vér öðlumst þjóðfrelsi að nýju, hafa báðar þær þjóðir, er réðu yfir íslandi, glatað frelsi sínu um stund, og þola harða raun. Konungur annarrar er fangi í landi sínu herteknu, hinn- ar útlagi frá þjóð sinni undir böðla sljórn. Vér hörmum sárt hlut- skipti þessara þjóða, jafnframt því sem vér dáum hetjuskap þeirra og þráum af alhug, að þess verði skammt að bíða, að þær fagni aft- ur frelsi sínu. Líkt hlutskipti og þær, eiga nú við að búa flestar þjóð- ir Evrópu, og margar hafa orðið jafnvel enn sárara að reyna. Um allan heim lifa þjóðir í ánauð, og hafa gert öldum saman, þar á meðal stærstu þjóðir jarðar eins og Indverjar, eða þær heyja fórn- frekustu styrjöld íyrir frelsi sínu, eins og Kínverjar, er nú hafa var- izt innrásarher sjö ár samfleytt. Mikill meirihluti mannkynsins verð- ur enn, á hinni 20. öld, þrátt fyrir aldagamlar þjóðfrelsiskröfur, að búa við undirokun erlendra ríkja, fara á mis við frumrétt hverrar þjóðar: frelsið til að ráða sér sjálf. Vér erum oss alls þessa ljóslega meðvitandi, er vér, ein alsmæsta þjóð heims, fögnum nýju þjóðfrelsi. Vér rennum auga yfir sögu vora. Oss hverfur það eigi úr minni, hve nærri því var komið, að þjóðin dæi út, eða yrði tekin upp, það er eftir lifði hennar, og flutt úr landi. „Reyndar verður stutt stund, að standa náir ísland“, eru oss ógleymanleg orð. Oss ógnar, er vér reynum að skynja þá raun, er þjóðin varð að þola, allsleysið, sult- inn, horfellinn, hungursjúkdómana, barnadauðann, öld eftir öld. Vér höfum sannarlega, íslendingar, tekið út vorn hlut fyrir fram í þjáningum þjóðanna. Vér sem nú lifum undrumst seiglu og hetju-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.