Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 12
KRISTINN E. ANDRÉSSON: Lýðveldi endurreist á Islandi Lýðveldi er að nýju stofnað á íslandi. Drottnun erlendra þjóð- höfðingja yfir Islandi er að fullu úr sögunni. Gamli sáttmáli, Kópa- vogseiður og aðrir svardagar gefnir erlendum kóngum eru loks brenndir til ösku. Vér erum aftur heima eftir langa útivist. Um sama leyti sem vér öðlumst þjóðfrelsi að nýju, hafa báðar þær þjóðir, er réðu yfir íslandi, glatað frelsi sínu um stund, og þola harða raun. Konungur annarrar er fangi í landi sínu herteknu, hinn- ar útlagi frá þjóð sinni undir böðla sljórn. Vér hörmum sárt hlut- skipti þessara þjóða, jafnframt því sem vér dáum hetjuskap þeirra og þráum af alhug, að þess verði skammt að bíða, að þær fagni aft- ur frelsi sínu. Líkt hlutskipti og þær, eiga nú við að búa flestar þjóð- ir Evrópu, og margar hafa orðið jafnvel enn sárara að reyna. Um allan heim lifa þjóðir í ánauð, og hafa gert öldum saman, þar á meðal stærstu þjóðir jarðar eins og Indverjar, eða þær heyja fórn- frekustu styrjöld íyrir frelsi sínu, eins og Kínverjar, er nú hafa var- izt innrásarher sjö ár samfleytt. Mikill meirihluti mannkynsins verð- ur enn, á hinni 20. öld, þrátt fyrir aldagamlar þjóðfrelsiskröfur, að búa við undirokun erlendra ríkja, fara á mis við frumrétt hverrar þjóðar: frelsið til að ráða sér sjálf. Vér erum oss alls þessa ljóslega meðvitandi, er vér, ein alsmæsta þjóð heims, fögnum nýju þjóðfrelsi. Vér rennum auga yfir sögu vora. Oss hverfur það eigi úr minni, hve nærri því var komið, að þjóðin dæi út, eða yrði tekin upp, það er eftir lifði hennar, og flutt úr landi. „Reyndar verður stutt stund, að standa náir ísland“, eru oss ógleymanleg orð. Oss ógnar, er vér reynum að skynja þá raun, er þjóðin varð að þola, allsleysið, sult- inn, horfellinn, hungursjúkdómana, barnadauðann, öld eftir öld. Vér höfum sannarlega, íslendingar, tekið út vorn hlut fyrir fram í þjáningum þjóðanna. Vér sem nú lifum undrumst seiglu og hetju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.