Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 16
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fá verkefni að vinna. Stofnun landgræðslusjóðs, bygging þjóð- minjasafns, sögusýningin eru fyrstu táknin. A þingum, sem háð hafa verið í sambandi við lýðveldisstofnunina, lýsir sér áhugi og bjart- sýni meiri en dæmi eru til áður, og meiri samhugur manna af öll- um stéttum og flokkum. Konurnar eru komnar af stað, ætla sér stærri hlut en áður í þjóðarmálefnum, stofna til landssamtaka á nýjum grundvelli. Hver félagsheild rís af annarri og setur sér aukin verkefni. ísland er í vakningarhug. Hver einstaklingur finnur til ábyrgðar sinnar í sköpun nýrra tíma á íslandi. Þjóðin krefst starfs og athafna á hverju sviði. Af þeim krafti, einingarhug og framtaksvilja, sem nú er hjá þjóðinni, geta afrek vaxið, ef íslendingar verða samtaka um að beita viturlega orku sinni og hafa gæfu með sér. Þingvöllum, 4.—7. júlí.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.