Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 22
116 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kannski, að visinríamennirnir eru mjög frjálsir í starfi sínu, þeir geta fylgt hugboði sínu, og hið kyrrláta andrúmsloft háskólanna reynist oft ákaflega örfandi fyrir rannsóknir í ýmsum undirstöðu- greinum vísinda, enda er þar venjulega ekki rekið eftir vísinda- mönnum að skila „hagnýtum árangri“, heldur er þeim frjálst að fylgja þeim leiðum, sem þeim þykir sjálfum vænlegastar. Annað helzta form vísindavinnu eru stofnanir reknar af stórum iðnaðarfyrirtækjum. Svo að segja öll stór iðnaðarfyrirtæki hafa eigin rannsóknarstofur, og sumar stærstu rannsóknarstofur heims í hagnýtri efnafræði og eðlisfræði eru reknar þannig. Víða er að- allega lögð áherzla á hagnýt atriði, sem snerta hinn daglegá rekslur. Á seinni árum fer þó í vöxt, að jafnframt sé unnin sjálfstæðari og algildari vinna, og á sumum stöðum er unnin ágæt vísindavinna. Frægasta dæmið er kannski verk Dogmaks hjá I. G. Farben í Þýzkalandi, sem leiddi til uppgötvunar prontosils, fyrirrennara allra hinna frægu sulfonamidlyfja. Því miður hefur ekki verið al- gengt, að rannsóknarmennirnir fengju að fara langt út af hinum troðnu brautum á slíkum stöðum. Aðalgallinn á þessu fyrirkomulagi er eins og drepið hefur ver- ið á, að vísindamennirnir njóta sjaldnast hæfilegs frelsis um starf sitt, þeim er skipað að skila „hagnýtum árangri“, sem ósjaldan verður til þess, að þeir skila engum árangri. Þeir eru neyddir til að fara með löndum, þar sem eingöngu smárrar veiði er von. Þeir, sem leggja á dýpri mið, hætta að vísu meiru um, að ekki veiðist, en þar er það þó, sem menn draga stórfiskinn. Einkum gildir þetta um smærri fyrirtækin. Hjá stórum stofnunum er unnin allmikil grundvallandi vinna og hefur sumt af því valdið byltingum í framleiðsluaðferðum. Annar gallinn er sú leynd, sem haldið er um hinar merkari nið- urstöður. Einkaleyfi eru keypt á öllum nýtilegum uppgötvunum, jafnvel áður en þær eru gerðar. Þetta tefur allmjög fyrir þeirri útbreiðslu þekkingarinnar, sem er höfuðnauðsyn fyrir þroskun vís- indanna. Hinsvegar eru vinnuskilyrði hjá iðnfyrirtækjum að öðru leyti oft góð. Nægilegt fé er venjulega fyrir hendi til að launa starfs- mennina vel og sjá þeim fyrir beztu aðstæðum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.