Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 25
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 119 háskólans. . . Virðist af þessu, að öðrum deildum, svo sem lækna- deild, verkfræðideild o. s. frv. sé ekki ætlað að tefja sig verulega við vísindaleg störf. Raunin hefur líka orðið sú, að þrátt fyrir mjög mikla þenslu á kennslustarfsemi háskólans undan farin ár (verk- fræðideild, hagfræðideild, tannlæknakennsla), hefur ekki orðið vart mikillar viðleitni til aukinnar vísindalegrar vinnu. Þess má geta, að þótt Rannsóknastofnun í þágu atvinnuveganna við Háskóla Islands (atvinnudeild) beri nafn háskólans, er hún hon- um óviðkomandi og háskólinn hefur ekki afskipti af neinum mál- um hennar. Að háskólanum þannig frágengnum er aðeins einn aðili eftir, sem er líklegur til að hafa forgöngu um vísindavinnu: — ríkið. „Ríkisrekstur“ á slíkri starfsemi er auk þess viðurkenndur með tvennum lögum frá 1940: Lögum um náttúrurannsóknir og Lögum um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins. Á grundvelli þessara laga er þegar kominn nokkur vísir að rannsóknastarfsemi á sumum sviðum, en á öðrum er von á starfsmönnum bráðlega. Þessi lagasetning er að mörgu leyti mjög ófullkomin og þarfnast gagngerðra breytinga, enda var hún samin áður en séð varð, hvað verða vildi og ekki af mönnum, sem sjálfir höfðu verulega reynslu af skipun slíkra mála. Hér er ekki rúm til að rekja einstök atriði þessa fyrirkomulags og gera tillögur til breytinga, enda ekki á mínu færi að gera til- lögur um ýmis atriði, sem enn eru alls ekki komin til framkvæmda, og liggja fjærst minni grein. Hinsvegar virðast ýmis grundvallar- atriði fullljós og auðvelt og nauðsynlegt að ræða þau. Höfuðmarkmið alls skipulags á vísindalegri vinnu hlýtur að vera í fyrsta lagi, að laða til sín hina beztu menn og í öðru lagi að skapa þeim hin æskilegustu starfsskilyrði. Þetta reynist stundum jafn vandasamt og það er jafnan auðvelt að safna að sér miðlungsmönn- um og láta þá fást við „rannsóknir“, sem stefna ekki að neinu marki og eru ekki vísindalegar nema að nafninu. Vísindi og listir eru oft nefnd saman. Það er sennilega vegna þess, að þessar greinir eru skyldar að eðli til. Ef Alþingi ákvæði að starfrækja listastofnun í mörgum deildum með til dæmis ætt- jarðarljóðadeild, skáldsagnadeild, sálmadeild, landslagsmálverka-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.