Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 30
HALLDOR HELGASON: MANNFALL NORDAHL GRIEG . KAJ MUNK i I bróðurhug við biðum eftir frétt: að bræðraþjóðum væri hönd sú rétt, er leysti ógnar-okið þeim af herðum. En biðin lengdist fram um ár og ár: með ári hverju fleiri og dýpri sár. Og járngreipin lá þungt á frjálsum ferðum. Og enn er bið — og dimmt í desember: hver dagur lætur bíða eftir sér um kaldar, langar, stjörnustrjálar nætur. Þá hlusta vonir okkar — aldrei meir: hvort ennþá séu heilir strengir þeir, er syngja þjóðum hkn og bölvabætur. — Svo gnestur hátt. — Þá hnykkir okkur við; því heima fyrir þekkjast stopul grið, er yfir flóðmark banabárur stökkva, í sama knérunn vegur flogin fregn: Það fer sem brjóstið lagt sé ör í gegn, er nábúanna hörpustrengir hrökkva.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.