Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 37
KRISTINN E. ANDRÉSSON: Frjáls þjóð krefst framtaks Hver þjóð hugsar nú fyrir því að skipuleggja þjóðarbúskap sinn eftir styrjöldina. Um annað efni er varla meira rætt og ritað. Kjör- orði hinna sameinuðu þjóða um að vinna slríðið fylgir alls staðar eftir kjörorðið að vinna friðinn. Haldist óreiða atvinnulífsins, fram- leiðsluhættir samkeppninnar, ásamt viðskiptakreppum, kapphlaupi um markaði, tollmúrum og verzlunarstríði, er deginum ljósara, að þriðja heimsstyrjöldin fylgir í kjölfar þessarar.Vísindalegur atvinnu- rekstur, skipulagður þjóðarbúskapur er grundvöllur heilbrigðra al- þjóðaviðskipta og frumskilyrði þess, að takast megi að vinna frið- inn. Þetta eru staðreyndir, sem hver skyni borinn stjórnmálamaður, sem ekki vill hleypa heiminum í nýtt bál, gerir sér grein fyrir. Lausn atvinnumála og viðskipta eftir styrjöldina er því alls staðar á dag- skrá. Nokkrar þjóðir vinna þegar að því að semja skipulagsáætlanir mörg ár fram í tímann. Vísindalegar stofnanir starfa að þessum verkefnum, stöðugt er setið á ráðstefnum um alþjóðaviðskipti o. s. frv. Vér Islendingar stöndum styrjaldarþjóðunum langtum betur að vígi um stórfelldar framkvæmdir á næstu árum. Vér höfum safnað svo miklu fjármagni samanborið við þjóðarstærð, að ef það væri notað til nýskipunar atvinnuhátta og til kaupa á nauðsynlegum at- vinnutækjum, getum vér lagt grundvöll að blómlegu atvinnulífi, menningu og velmegun hér á landi. Vér setjum því af oss einstæð tækifæri, ef vér hagnýtum ekki aðstæður vorar nú til að tryggja framtíðina. Slíkt þarf ekki langrar rökfærslu: Vér eigum ekki að verða síð- astir þjóða, heldur meðal hinna fyrstu til að koma skipulagi á þjóð- arbúskap vorn og treysta viðskipti við aðrar þjóðir. í stað hinna margháttuðu nefnda, sem vinna hver í sínu lagi, eigum vér nú þegar

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.