Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 38
132 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að koma upp fastri stofnun sérfróðustu manna, er geri yfirlit um allan þjóðfélagsrekstur vorn í smáu og stóru, og starfi í sambandi við hagstofuna, sem fyrir er. Hún á að reikna út neyzluþörf allra landsbúa, þörf fyrir innlenda framleiðslu og aðfluttar vörur, enn- fremur framleiðslugetu þjóðarinnar í hverri atvinnugrein. Að lok- inni þessari rannsókn, eða jafnhliða henni, á að fela sömu stofnun að semja nokkurra ára áætlun um allar atvinnuframkvæmdir og ann- an rekstur þjóðarbúsins. Jafnframt þessu sé strax unnið að því með viðskiptasamningum við aðrar þjóðir að trvggja oss sem bezta og fj ölbreyttasta markaði erlendis, en möguleikar til slíks hafa aldrei verið neitt svipaðir áður, og verður að sjálfsögðu að sníða áætlun- ina eftir þeim markaðsmöguleikum ásamt innanlandsþörfunum. Vér verðum hér að forðast að hugsa í of smáu broti, megum ekki ætla oss þá sultartilveru, sem vér höfum búið við til þessa, heldur verð- ur að semja alla áætlun um þjóðarbúskapinn við vöxt þarfanna, síaukna kaupgetu og fjölbreyttari markaðsframleiðslu, því að það, sem stefnt er að með slíkri áætlun og skipulögðum atvinnu- rekstri er stórum bættur hagur ahnennings og fullkomnari og vand- aðri framleiðsla. Vér búum við ein hin auðugustu fiskimið heims. Vér urðum rík þjóð, er vér fengum atvinnutæki í hendur til að hagnýta oss auðlegð sjávarins, en sú hagnýting er þó aðeins á byrjunarskeiði og mjög ófullkomin. Á stórauknum sjávarútvegi hvílir velmegun vor í fram- tíðinni. Nærri allur útflutningur vor síðustu árin eru sjávarafurðir. Strax og viðskipti takast aftur við Evrópu hljótum vér að geta tryggt oss mjög aukna markaði. í framkvæmdaáætlun þeirri, er vér gerum fyrir næstu ár, verður fyrst og fremst að stefna að eflingu og fullkomnun sjávarútvegsins. Eg get hugsað rnér, að vér settum oss á næstu tíu árum að þrefalda fiskiskipaflotann, festum strax, fyr- ir það fjármagn, sem vér höfum, kaup á 15—20 togurum af full- komnustu gerð og nokkur hundruð smærri skipum og bátum. Jafn- framt yrði að flýta hafnargerðum á hentugustu stöðum, reisa nýjar síldarverksmiðjur, auka afköst þeirra, sem fyrir eru, og koma upp fullkomnum niðursuðuverksmiðjum og fiskiðnaðarstofnunum, er kenndu að tilreiða og hagnýta framleiðsluna á sem beztan og marg- breytilegastan hátt.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.