Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 43
BJÖRN FRANZSON: f Hverju líkist alheimurinn? Pistill þessi, sem má í ýmsum atriðum fremur teljast endursögn en laus- leg þýðing, var fluttur í útvarpið síðastliðið sumar í þættinum „Þýtt og endursagt" og er aðalefnið úr fyrsta kafla alþýðlegrar fræðibókar eftir Englendinginn Crowther, sem ritað hefur fjölda bóka og blaða- greina í því skyni að kynna almenningi niðurstöður náttúruvísindanna. Bókin nefnist á ensku „An Outline of the Universe“ (Ágrip alheims- lýsingar) og birtist 1938 í „Pelican“-útgáfunni, sem alkunn er. Vísindamönnum kemur ekki saman utn það, hvort alheimurinn muni vera endanlegrar stærðar eða óendanlegrar. Stjarnfræðingar hneigjast heldur að því, að heimurinn muni vera endanlegur. Væri hann óendanlegur, mætti ætla, að fjöldi stjarnanna í geimnum væri einnig óendanlegur, en ef svo væri, ætti næturhiminninn að vera til að sjá eins og samfelldur ljósbjarmi, þar sem hvergi væri þá í auðan himinflöt að sjá út á milli stjarnanna. Vér þyrftum þá aðeins að fara nógu langt út eftir, í hverja átt sem væri, til þess að rekast á stjörnu, væru þær annars á nokkurn veginn jafnri dreif um geim- inn. Hér var reyndar ráð fyrir því gert, að himingeimurinn væri fullkomlega gagnsær í allar áttir. En ef svo væri, að einhvers konar efnisþokur ættu sér staði hér og þar um geiminn og skyggðu á stjörnubjarmann, fengi slík rök- semdaleiðsla að sjálfsögðu ekki staðizt. Og að vísu er það vitað, að slíkar efnisþokur eru til. Ymsir eðlisfræðingar, sem þykir mest um það vert að hafa allt mótsagnalaust á hinu fræðilega sviði, hallast oft að þeirri skoðun, að heimurinn sé óendanlegur. Ef svo reyndist, væri það vandamál úr sögunni, að heimurinn hlyti að lokum að „deyja varmadauða“, eins og komizt er að orði. Það er alkunna, að þar sem misheitir hlutir eru saman komnir, vilja hinir heitari kólna og hinir kaldari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.