Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 44
138 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liitna að sama skapi, Jsar til náð liefur verið stöðugu jafnvægi á ákveðnu meðalhitastigi. Samkvæmt þessu mætti hugsa sér, að efnis- heimsins biðu þau örlög að verða urn síðir að allsherjar óskapnaði, þar sem allur hitastigsmunur væri horfinn og enginn atburður gæti framar átt sér stað, því að efnisheimur vor er óneitanlega slíkt samsafn misheitra hluta. Þvílík örlög virðast mundu vera óumflýj- anleg í endanlegum heimi. En þeim möguleika, að heimurinn eigi fyrir sér ákveðið lokastig, fylgir það vandkvæði, að þá yrði að gera ráð fyrir, að hann hefði líka átt sér ákveðið upphafsstig eða orðið til fyrir nokkurs konar kraftaverk einhvern tíma í fyrndinni. Væri hinsvegar gert ráð fyrir Jiví, að heimurinn hefði verið til frá eilífu og allan aldur sinn verið að Jiróast með ákveðnum hraða að til- teknu lokastigi, þá mætti spyrja, hví hann væri ekki kominn á Jietta lokastig fyrir örófi alda. Sé alheimurinn óendanlegur að stærð, er mjög vel hugsanlegt, að hann hafi að geyma óendanlegan forða af heitu efni eða Iausbeizl- aðri orku, og gæti þá verið, að jafnan streymdi nokkuð af þeim forða til þeirra heimshverfa, sem oss er kunnugt um. Samkvæmt afstæðiskenningunni fær hvort tveggja staðizt, endan- leiki og óendanleiki alheimsins. En með því að hugmyndin um end- anlegan alheim mun njóta öllu meira fylgis með stjarnfræðingum og er auk þess nýstárlegri og þar með girnilegri til fróðleiks lesand- anum, mun verða gert ráð fyrir því að sinni, að heimurinn sé endan- legrar stærðar. Samkvæmt útreikningi stjarnfræðingsins Hubble’s nemur rúmmál alheimsins billjón ■ billjón ■ billjón ■ billjón • billjón teningskílómetrum, en ein billjón er milljón milljóna.* * Astæða er til að leiðrétta þá villu, sem sést hér stundum í bókum og blöðum hin síðari árin, að hilljón sé jöfn þúsund milljónum. Upprunaleg merk- ing orðsins er ntilljón milljóna, og sú merking er í gildi í Englandi, á Norð- urlöndum og víðast hvar á meginlandi Evrópu utan Frakklands. Þessi merking er líka ein í rökréttu samræmi við heitin trilljón, kvadrilljón, kvintilljón o. s. frv. En sú villa, að billjón þýði þúsund milljónir, barst frá Frakklandi til Bandaríkjanna fyrir nokkuð löngu og mun vera hingað kornin vestan um haf. Henni ætti að útrýma og það því fremur, að til er orðið milljarður um töluna þúsund milljóna. — B. F.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.