Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 139 Þessi endanlegi alheimur reynist nú hafa þrennt að geyma: efni, rúm og tíma. Allt fram á síðustu áratugi var því trúað, að rúmið og tíminn væru í eðli sínu hvort öðru óháð, til gæti verið gersamlega tómt rúm og atburðalaus tími, og tilvist hvors um sig væri jafnframt óháð öllum efnisveruleika. Nú á dögum er það aftur á móti skoðun manna, að efni, rúm og tími séu í nánum eðlislengslum sín á milli og öll af einni ætt, ef svo má að orði komast. Skoðun þessi nefnist á vísindamáli afstæðiskenningin. Þar segir, að hverri breytingu efn- isins samsvari ákveðin breyting rúms og tíma innan þess. Rúmið og tímann hljótum vér því að hugsa oss sem myndhæfan veruleika, en ekki dauðar og stirðnaðar hugsmíðar. Þetta myndhæfi (plasticitet l er eiginleiki, sem fullnægir sérstak- lega vel listhneigð vorri, og má vera, að það sé nokkur skýring á þeirri staðreynd, að afstæðiskenningin var upp hugsuð af óvenju- lega listhneigðum vísindamanni. En höfundur hennar er, eins og flestum er kunnugt, eðlisfræðingurinn Albert Einstein. Alheimurinn er að vísu endanlegur, en samt er hann takmarka- laus. Yfirborðsflötur jarðar er líka endanlegur og þó ótakmarkaður. A jörðinni er hægt að ferðast beint af augum um alla eilífð, því að aldrei mun flötinn þrjóta. Og svipuðu máli er að gegna um alheims- víðáttuna. Þó að rúmtak hennar sé að vísu endanlegt, mætti ferðast eftir henni beina braut um aldur og ævi án þess að komast nokkurn tíma að útjaðri eða endimörkum. Efni, rúm og tími eru í nánum eðlistengslum sín á milli. Hverri breytingu efnisins samsvarar ákveðin breyting rúms og tíma. Og þar sem efnið í heiminum er sífelldunr breytingum háð, hlýtur sama máli að gegna um rúmið og tímann. Alheiminn verðum vér að gera oss í hugarlund svipaðan sihvikandi sambreyskju efnis, rúms og tíma. Hann mundi vera öllu likari titrandi, tútnandi sápubólu en storkinni krystallskúlu. Ef vér vildurn lýsa inntaki þessarar veraldar í fáum dráttum, yrð- um vér að segja, að það væri mestallt nærri því tómur geimur, geysimikill að víðáttu, en þó endanlegur. Hins vegar sjáum vér smærri veraldir, lýsandi eyjar, hér um hil tvær milljónir að tölu, sem geysast um sviðið með hraða, er nemur nokkrum þúsundum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.