Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 143 Næst á eftir plánetunum ber að nefna tunglin. sem þeim fylgja, en þar skal fyrst frægan telja mánann jarðarinnar. Stóru pláneturnar fjórar, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, hafa allar tungl, sem eru mjög miklu smærri en þær sjálfar, plánetunni Marz fylgja tvö tungl, en annars er jörðin hin cina af hinum innri plánetum, sem hefur tungl í för með sér. Jarðartunglið hefur annars sérstöðu að því leyti, að það er ekki mjög miklu minna en jörðin sjálf (þver- mál þess rúmlega fjórðungur af þvermáli jarðar), og mætti því ætla, að það væri til orðið með allt öðrum hætti en hin tunglin. Ýmsar rannsóknir, sem fram hafa farið, þykja líka benda til þess, að svo sé. Loks er kunnugt um flokk ennþá smágerðari hluta, sem svífa um geiminn. Það eru smástirni, halastjörnur og loftsteinar. Smástirnin eru á svæðinu milli Marz og Júpíters og eru að líkindum rústir úr plánetu, sem eitt sinn reikaði kringum sólina í þeirri fjarlægð. A vegferð sinni mun sá hnöttur hafa komizt of nálægt Júpíter, stærstu plánetunni, og sundrazt í ótal agnir af aðdráttarafli hans. Stærstu brotin eru um 600 km. að þvermáli. Halastjörnur eru samsöfn af grjóti eða klettum, sem geta verið nokkrir kílómetrar að þvermáli. Þær ganga í mjög aflöngum sporbaugum umhverfis sólina og sjást ekki nema skamma stund í einu, meðan þær eru næst sólu. „Hal- inn“ er raunar ekki annað en ský af lýsandi lofttegundum, sem leggur út frá kjarnanum. Loftsteinarnir eru málm- eða grjótagnir, sem sveima um sólkerfið. Stundum komast þeir inn í gufuhvolfið og falla þá til jarðar með hraða, sem nemur mörgum kílómetrum á sekúndu. Þeir verða þá glóandi af núningi við lofteindirnar og brenna stundum upp til agna, áður en þeir komast til jarðar. Vér sjáum þá lýsandi rák, sem nefnist stjörnuhrap. Vér höfum þá komizt að raun um það, að alheimurinn hefur inni að halda eftirtalda hluti: Stjörnuþokur, stjarnþyrpingar, eimþokur, sólstjörnur, plánetur, lunglstjörnur, smástirni, halastjörnur, loft- steina og rykagnir ýmiss konar, auk allra þeirra hluta, sem jörðin hefur að geyma og vér þekkjum úr daglegri reynslu. — Þessum hlutum er nú nánar lýst í síðari köflum bókarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.