Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 50
STEINN STEINARR: FJÖGUR KVÆÐI INNANHÚSS HiS eldgula Ijós, sem skín yfir blámálaS borS og bók i rauSri kápu meS svörtu letri, hefur leikiS sér daglangt viS dökkgrœnan flýjandi skugga. Ég settist í djúpan hálmstól meS hönd undir kinn og liorjSi á gipsmynd af Pétri sáluga mikla, og hugsun mín óx eins og kynlegur lcaktus í glugga — meSan eldgult IjósiS elti hinn dökkgrœna skugga. SÓLSKIN Sólin. Sólin var hjá mér eins og grannvaxin kona á gulum skóm. I tvítugu djúpi svaf trú mín og ást eins og tvílitt blóm. Og sólin gekk yfir grunlaust blómiS á gulum skóm.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.