Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 58
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að mér ofsalega eins og þetta sé ekki veruleiki og samt er það veru- leiki. En þá heyri ég í hrossagauki einhversstaðar yfir höfði mér, og þótt það sé að vísu angurvært hljóð, verður það engu að síður til þess að ég skynja, að þetta er ekki draumur og hér er ekki um annað að gera en halda áfram. Ég tek upp vasaklút og þurrka tárin af kinnum drengsins, vand- lega, svo að enginn sjái að neitt hafi gerzt. Síðan klappa ég honum á kinnina ofurhlýlega og segi: Það er svo kalt úti; eigum við ekki að fara inn. Jú, sagði litli drengurinn. Og ég tók í hægri hönd hans, litla barnshönd, þó að mín væri einnig lítil, og þannig leiddi ég hann inn, ég tíu ára, hann eins árs. En þegar inn kom, sagði ég: Honum var svo kalt; hann vildi fara inn. En meðan húsmóðir mín var að færa drenginn úr svörtu káp- unni og taka af honurn vettlingana, sætti ég lagi og smeygði mér aftur út í hið kaldranalega vor. Þegar ég var að leiða drenginn inn, hafði ég tekið eftir hundi, sem kom labbandi eftir mýrinni. Ég vissi, hvaða hundur það var, gamall, loðinn með hvíta rönd yfrum sig framarlega, — og guð hafði víst sent hann til mín. Ég hljóp á móti honum og sá að hann dillaði rófunni, því að við þekktum hvor annan. En þegar ég kom að honurn, fleygði ég mér á ber hnén í mýrina og tók hann í fang mér. Ég hélt blýfast utan um hann, eins og börn halda um háls móður sinnar, þegar þau eru hrædd. En ég þagði ekki. Ég talaði. Ég sagði: Snati minn, því að ég hafði gefið honum nafn og hundar verða að hafa einhver nöfn, þó að þeir séu flækingshundar, Snati minn, ég er svo vondur. En ég var ekki grátgjarn og þessvegna grúfði ég mig inn í skítugan, loðinn feld hundsins og beið þess, að yrði heimsendir, reyndar ekki til neins. Og nú finn ég, að það á ekki að segja meir. Þess vegna er ekki meira skrifað. Þess vegna er sagan ekki lengri.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.