Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 58
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að mér ofsalega eins og þetta sé ekki veruleiki og samt er það veru- leiki. En þá heyri ég í hrossagauki einhversstaðar yfir höfði mér, og þótt það sé að vísu angurvært hljóð, verður það engu að síður til þess að ég skynja, að þetta er ekki draumur og hér er ekki um annað að gera en halda áfram. Ég tek upp vasaklút og þurrka tárin af kinnum drengsins, vand- lega, svo að enginn sjái að neitt hafi gerzt. Síðan klappa ég honum á kinnina ofurhlýlega og segi: Það er svo kalt úti; eigum við ekki að fara inn. Jú, sagði litli drengurinn. Og ég tók í hægri hönd hans, litla barnshönd, þó að mín væri einnig lítil, og þannig leiddi ég hann inn, ég tíu ára, hann eins árs. En þegar inn kom, sagði ég: Honum var svo kalt; hann vildi fara inn. En meðan húsmóðir mín var að færa drenginn úr svörtu káp- unni og taka af honurn vettlingana, sætti ég lagi og smeygði mér aftur út í hið kaldranalega vor. Þegar ég var að leiða drenginn inn, hafði ég tekið eftir hundi, sem kom labbandi eftir mýrinni. Ég vissi, hvaða hundur það var, gamall, loðinn með hvíta rönd yfrum sig framarlega, — og guð hafði víst sent hann til mín. Ég hljóp á móti honum og sá að hann dillaði rófunni, því að við þekktum hvor annan. En þegar ég kom að honurn, fleygði ég mér á ber hnén í mýrina og tók hann í fang mér. Ég hélt blýfast utan um hann, eins og börn halda um háls móður sinnar, þegar þau eru hrædd. En ég þagði ekki. Ég talaði. Ég sagði: Snati minn, því að ég hafði gefið honum nafn og hundar verða að hafa einhver nöfn, þó að þeir séu flækingshundar, Snati minn, ég er svo vondur. En ég var ekki grátgjarn og þessvegna grúfði ég mig inn í skítugan, loðinn feld hundsins og beið þess, að yrði heimsendir, reyndar ekki til neins. Og nú finn ég, að það á ekki að segja meir. Þess vegna er ekki meira skrifað. Þess vegna er sagan ekki lengri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.