Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 61
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 155 valdsskipulag. Meðan svo er, getur ekki orðið um neitt innra ör- yggi og frelsi að ræða. Verða nú húsnæðisvandræðin leyst? Fáum við nú góðar íbúðir? spurði Reykvíkingur mig daginn eftir hátíð- arhöldin. Andstæðurnar í þjóðfélaginu eru hverjum manni auðsæj- ar. Þær hafa ekki fallið úr sögunni við lýðveldisstofnunina. Lýð- veldisstofnunin hefur ekki tryggt jafnrétti þegnanna, ekki viturlega skipulagningu atvinnulífsins, ekki atvinnu í þjóðfélaginu, ekki að- gang allra til menntunar, ekki öryggi manna í elli. Einungis breytt þjóðskipulag, sameignarstefnan, getur tryggt þetta innra frelsi og öryggi þ/oðfélagsþegnanna. Því er vitanlegt, að þrátt fyrir lýðveldisstofnunina hlýtur bar- áttan fyrir nýju og réttlátu þjóðskipulagi að halda áfram, og getur jafnvel harðnað á næstunni. Alþýðan hér á landi, eins og um auð- valdsheiminn allan, má búast við vaxandi árásurn á lífskjör sín og réttindi. Hún verður því enn að margefla samtök sín, félagsþroska og stjórnmálalegan skilning. Henni ber að gera sér ljóst og hafa fast í minni, að sameignarstefnan ein gefur henni fullt frelsi á þjóð- legan og alþjóðlegan mælikvarða. Hún verður að láta kenningar Marx og annarra fræðimanna sameignarstefnunnar vera sér leið- arljós að því takmarki, sem mannkynið stefnir næst að: algeru af- námi auðvaldsskipulagsins og sköpun sameignarþjóðfélags á rústum þess. Vér höfum öðlazt þjóðfrelsi, Islendingar. Vér höfum stofnað lýð- veldi á íslandi. Vér höfum náð marki, sem þjóðin hefur stefnt að í margar aldir. Og það var fagnaðarrík stund, sameiginleg fagnaðar- stund þjóðarinnar allrar, hvað sem innri andstæðum líður. Lýðveld- isstofnunin gefur oss ný þroskaskilyrði, nýja framtíðarmöguleika. En um leið og hún er áfangaendir, er hún upphaf nýs áfanga. Vér höfum hingað náð, svo að vér geturn af meira frjálsræði og þrótti tekið stefnu að nýju marki: fullkomnu innra frelsi og jafnrétti, auk- inni velmegun, menningu og farsæld. Hið næsta takmark, sem að ber að stefna og þetta allt felur í sér, er þjóðskipulag sameignarstefn- unnar. Hið mikla verkefni, sem bíður vor, ásamt verndun þjóðfrels- isins, er að sameina þjóðina til baráttu fyrir sigri þessarar stefnu. Þar verða alþýðusamtökin í broddi fylkingar. Vér.fáum vitanlega ekki séð fyrir, með hverjum hætti sigur sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.