Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 62
156
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eignarstefnunnar muni fara fram hér á landi. Vér vitum, að þar
sem hún komst fyrst á, koslaði hún byltingu og blóðsúthellingu. Vér
vitum einnig, að hin blóðuga heimsstyrjöld, sem auðvaldsstefnan
hefur hrundið þjóðunum út í, er að dýpstu rótum styrjöld við hina
rísandi öldu sameignarstefnunnar. Upp úr þessuni ógnarátökum
víkkar sameignarstefnan umráð sín stórkostlega, ekki aðeins með
því að skipulag hennar verður tekið upp í ýmsum löndum Evrópu,
lieldur með ítökum í hugum fólksins um alla jörð. Styrkleikahlutföll
sameignarstefnuogauðvaldsstefnu verða orðin gerbreytt eftir heims-
styrjöldina. Ráðstjórnarríkin hafa sýnt þá auðsæju yfirburði í friði
og stríði, að skipulag þeirra er orðið lýsandi fordæmi öðrum þjóð-
um. Sameignarstefnan er komin í sókn í heiminum, og hefur tryggt
aðstöðu sína örugglega. Hún er hin sigrandi stefna, er flæðir yfir
og flytur með sér mátt og frjóvgandi líf og frelsi. Eftir þetta kem-
ur miklu fremur til greina en áður, hvort nokkra blóðuga byltingu
og mannvíg muni til þess þurfa í öllum löndurn að koma sameign-
arstefnunni á. Oft bera menn hana saman við kristin.dóminn, og
hin römmu átök nú saman við þau átök, er það kostaði að ryðja
kristindóminum til rúms. Víða í löndum kostaði það ægilegar blóðs-
úthellingar, ekki alls staðar. Oss er minnisstæð sú saga hér á
landi, hvernig kristindómurinn komst friðsamlega á með samþykki
landsmanna á Þingvöllum. Skyldum vér enn geta borið gæfu til að
koma á framtíðarskipulagi sameignarstefnunnar á svipaðan hátt?
Ég sé í anda nýja þjóðhátíð á íslandi. Alþingi hefur samþykkt
stjórnarskrárbreytingu, er felur í sér, að skipulag sameignarstefn-
unnar skuli í lög leitt á íslandi. Hin nýja stjórnarskrá sam-
eignarskipulagsins er borin undir þjóðaratkvæði. Áhugi almenn-
ings er brennandi, þátttakan í alkvæðagreiðslunni alger, og með
yfirgnæfandi meirihluta samþykkir þjóðin bina nýju stjórnarskrá,
sem á að tryggja Islendingum einnig hið innra frelsi. Að atkvæða-
greiðslunni lokinni er eins og nú stofnað til þjóðhátíðar á Þing-
völlum, og þangað flykkjast ungir og gamlir hvaðanæfa af land-
inu, og þá alfagnandi, því að enginn uggur er framar í brjósti. Hve
sæll sá íslendingur, er þá þjóðhátíð lifir, þann þjóðarfagnað, sem
á eftir að hefja þjóðhátíð vora nú í enn hærra veldi.
Þingvöllum, 4.—7. júlí.