Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 163 Svíagintseff sá ekki hina niðurlútu, dapurlegu ásýnd Nikolajs, og lét spurningarnar dynja á honum sem fyrr: „Hvernig var það, bróðir sæll, krækti hún kannske í éinhvern annan, bölvuð tuðran?“ „Ég veit ekki,“ svaraði Nikolaj stuttur í spuna. „Það er nú sama og samþykki!“ sagði Svíagintseff með sannfær- ingu í rómnum og hristi höfuðið í ásökunarskyni. „Það eru aumu skepnurnar, þetta kvenfólk! Þú ert svo sem fullboðlegur maður, og hefur vafalaust drjúgar tekjur að auki. Hvern fjandann var hún eiginlega að vilja? Gat hún ekki einu sinni tekið tillit til barnanna, helvízk tóan?“ $ Þegar Svíagintseff gaf hjálmskyggðu andliti Nikolajs nánari gæt- ur, komst hann að raun um, að ekki myndi hlýða að halda viðræðun- um áfram. Hann þagnaði, með þeirri háttvísi, sem einföldu, góð- lyndu fólki er lagin, tvísté síðan um stund, ærið vandræðalegur á svip. — Allt í einu kenndi hann í brjósti um þennan stóra, þreklega mann; við hlið þessa félaga síns hafði hann barizt í tvo mánuði, saman höfðu þeir tekið á sig þungar byrðar hermannsins. Og hann langaði til að hughreysta hann og segja honum sína eigin sögu; fékk sér sæti við lilið lians og hóf mál sitt á þessa leið: „Hættu að syrgja þessa konu þína, Mikkóla minn! Fyrst verðum við að heyja þetta stríð til enda, og svo sjáum við til. Þú átt börn, og það er fyrir mestu; nú á dögum eru börnin mikilvægari en allt annað. Að mínum dómi eru þau sjálft viðhald lífsins; það eru þau, sem verða að koma lagi á þetta líf, þegar stríðið er búið að fara með allt til fjandans. En kvenfólkið, góði vinur, það er alveg ger- ómögulegt, það skal ég hengja mig upp á, sem ég er lifandi maður! Sumar konur vilja heldur reyra sig í hnút en láta af vilja sínum. Já, þær eru ægilegar, þessar konur, bróðir sæll, láttu mig svo sem þekkja þær! Sérðu örið, sem ég hef á efri vör? Það er frá því í fyrra. Það var fyrsta maí, að ég og vinir mínir tveir, sem vinna við kornskurðarvélar, ákváðum að koma saman og fá okkur í staupinu. Við tókum konurnar með, svo að þetta varð hreinasta familíuboð, náðum einhversstaðar í harmoniku og settumst að sumbli. Auðvitað fékk ég mér einn gráan eins og hinir, og konan mín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.