Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 70
164. TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hið sama. En konan mín — ja, hvað skal ég segja — er einna lík- ust þýzkri hríðskotabyssu, ef maður hleður hana, hættir hún ekki fyrr en hún er búin að ryðja úr sér öllum skotunum; og svo er það líka vandi hennar að reyna að hafa sitt fram með ofbeldi. „Jæja þá, í þessu samsæti var stúlka, sem dansaði eins og sigöjni, og það bara fjári laglega. Og þarna sit ég í mesta sakleysi, horfi á hana og dáist að listinni, án þess mér detti nokkuð ósæmilegt í hug. En viti menn, þá kemur konan mín til mín, klípur mig í arm- inn og hvæsir inn í eyrað á mér: ,Hættu að glápa!‘ Nú-jæja, hugsa ég, þetta finnst mér þó déskoti kynlegt. Ætlast hún kannski til þess að ég komi í samkvæmi með blökur fyrir augunum? — Svo að ég held áfram að horfa á stúlkuna. Enn kemur hún og klípur mig svo þrælslega í lærið að mig sárkennir til. .Hættu að glápa!‘ segir hún. Jæja, ég sný mér undan og hugsa sem svo: Fjandinn hafi það, ég skal ekki horfa á stúlkuna, það er bezt að ég neiti mér um þá á- nægju. Þegar dansinum var lokið, settumst við öll að borði. Kon- ,an mín sat gegnt mér, augu hennar skutu gneistum, eins og í ketti. Sjálfur var ég allur með verkjum, blár og marinn eftir hamagang- inn í henni. Þá gleymi ég mér rétt snöggvast, og horfi æðisúr á svipinn á þessa rækallans dansmey, og segi við sjálfan mig: .Það er þín vegna, himpi-gimpið þitt, sem ég verð að þjást að ósekju! Þú vingsaðir á þér skönkunum, og þess verð ég að gjalda.1 Og einmitt þegar ég er að hugsa þetta, þrífur konan mín tindisk af borðinu og þeytir honum framan í mig af alefli. Skotspónninn gat auðvitað ekki haganlegri verið, því fésið á mér var svo sem engin horgrind í þann tíð. Og hvort sem þú trúir mér eða ekki, þá beyglaðist disk- urinn saman, en blóðið fossaði úr nefi mínu og vörum, rétt eins og ég hefði særzt hættulega í orustu. Dansmærin óaði og æaði, eins og nærri má geta, en harmoniku- leikarinn fleygði sér upp á sóffa, sveiflaði bífunum upp í.loftið og hrópaði með sinni andstyggilegu röddu: ,Láttu hann fá tesuðuvél- ina í hausinn, ætli smettið á honum hafi nema gott af því! ‘ Mér sortnar fyrir augum, þýt upp, og öskra til hennar, það er — kon- unnar minnar: ,Hvað á þetta að þýða, villidýrið þitt, veiztu hvað þú ert að gera, svo sem hún ákvað?“Og hún svarar mér, ósköp stilli-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.