Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 165 lega: ,Láttu vera að blikka hana, rauðhærði skrattinn þinn! Ég var búin að vara þig við því.‘ Nú var ég orðinn dálítið rólegri, fæ mér sæti og segi reglulega hæversklega: ,Nastaja Filippóvna/ segi ég, ,kallarðu þetta kurteisi? Ég verð að meina, að það geti varla heitið kurteislegt að fleygja diskum framay í fólk, mundu það, og svo er bezt að við spjöllum um málið heima hjá okkur í góðu tómi!‘ Jæja, ég þarf ekki að taka það fram, að hún var búin að gerevði- leggja hátíðina fyrir mér. Efri vörin var klofin í tvennt, ein tönn brotin, hvíta, ísaumaða skyrtan mín öll löðrandi í blóði, nefið rammskakkt og stokkbólgið. Ég varð að fara úr veizlunni. Við stóð- um upp, kvöddum, báðum húsráðandann afsökunar, eins og rétt og riktugt var, og lögðum af stað heim á leið. Hún gekk á undan, en ég á eftir, rétt eins og ég væri sá seki. Og nógu var hún rösk í spori á heimleiðinni, fari hún koluð, en ekki er hún fyrr komin inn úr dyrunum, en — boms! það steinlíður yfir hana. Þarna liggur hún þá, án þess að anda, blóðrauð í framan eins og sykurrófa, og horfir á mig út um svolitla rifu á vinstra auga. Ojæja, hugsa ég, ekki kann ég við að formæla henni meðan svona er ástatt, ég vona að ekkert alvarlegt hafi lient hana, greyskinnið. Svo skvetti ég á hana vatni og reisi hana upp frá dauðum. Eftir svo sem mínútu líður yfir hana á nýjan leik, og nú eru augu hennar lokuð. Aftur helli ég yfir hana fötu af vatni. Þá hressist hún fljótlega, og fer að æpa og grenja og skella saman hælunum! ,Óþokki,‘ segir hún, ,nú ertu búinn að eyðileggja nýju silki- blússuna mína, þú ert búinn að rennbleyta hana svo í vatni, að ég get ekki náð úr henni blettunum! Svikari, þú sem blikkar hverja stelpu sem þú sérð! Eg get ekki búið með þér lengur, öðrum eins bannsettum flagara!1 Og svona hélt hún áfram. Nú-jæja, hugsa ég, fyrst að þú getur bæði sparkað og fjargviðrast út af blússunni þinni, þá hlýtur þér að vera batnað, og þá ættirðu að geta hjarað fram á næsta vor, heillin mín!‘ Ég sezt við borðið, fæ mér reyk og sé þá að mín ástkæra eigin- kona stendur upp til hálfs, skreiðist að fatakistunni og fer að láta dótið sitt í pinkil. Síðan gengur hún til dyra með pinkilinn í hend- inni og segir: ,Nú fer ég frá þér. Ég ætla að vera hjá systur minni.‘ Auðvitað sé ég strax, að skrattinn er hlaupinn í konuna, og ekki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.