Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 74
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR veg hætt að skeyta um börnin, svo að þessi grey voru á flækingi hingað og þangað, skítug og rifin eins og munaðarleysingjar, og horinn lak úr nefinu á þeim. Og á heimilinu var líka allt á öðrum endanum. „Segðu mér nú í einlægni, Mikkóla, er þetta rétt gert? Að sjálf- sögðu hef ég ekkert út á bókaramenntina að setja, sjálfum þykir mér gaman að lesa góðar bækur um vélar og verkfræði. Eg átti býsn- in öll af skemmtilegum bókum, rit um meðferð dráttarvéla og annarra aflvéla, leiðarvísi uin hvernig setja skuli díselvélar í várð- skip, svo að ég ekki nefni allar bókmenntirnar um kornskurðarvél- ar. Og ég sagði við hana oft og mörgum sinnum: „Hérna Nas- taja, taktu þessa bók og lestu svolítið um dráttarvélar. Þetta er geysilega hrífandi bók með teikningum og litmyndum. Þú stýrir sjálf dráttarvél, svo að þú ættir að lesa hana vel“. En heldurðu kannski að hún hafi lesið hana? Onei, fjandinn fjarri mér! Hún fussaði bara og sveiaði bókunum mínum, eins og skrattinn reyk- elsi; en skáldsögur vildi hún, já, reyfara, sem ástin blátt áfram streymir út úr, eins og sjóðandi grautur upp úr potti. Ég ýmist bölvaði eða bað hana vel, en allt kom fyrir ekki. Ég barði hana ekki og hef aldrei gert, því að áður en ég lærði að fara með korn- skurðarvélar, sveiflaði ég reksleggju í sex ár, svo að ekki er laust við að ég sé nokkuð þunghentur. „Svona var þá okkar hjónaband, bróðir sæll, allt þangað til ég var kvaddur í herinn. En ekki skaltu halda, að ástandið sé hótinu betra, þó að við séum ekki lengur saman. Onei, ekki aldeilis! Ég skal segja þér nokkuð í fullum trúnaði: Mér er alveg ómögulegt að eiga al- mennileg bréfaskipti við hana Nastaju, það gengur einhvernveginn ekki, bróðir sæll! Og ég get enga bót á því ráðið. Þú veizt það sjálf- ur, Mikkóla, að öllum hermönnum þykir gaman að fá bréf að heim- an, og þeir lesa þau upphátt hver fyrir annan. Sjálfur hefurðu, til dæmis, lesið fyrir mig bréf frá honum syni þínum — en ég get ekki lesið neinum bréfin frá konunni minni, af því að ég skammast mín fyrir þau. Einu sinni, þegar við vorum enn á Karkoffsvæðinu, fékk ég frá henni þrjú bréf í röð, og öll byrjuðu þau á þessa leið: „Elsku hænuunginn minn!“ Ég varð að lesa þetta, og mig logsveið í augun eins og af eldi. Hún hefur einhversstaðar rekizt á þetta dæilega orð;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.