Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 169 ég þori reyndar að veðja um það stígvélunum mínum að það er ættað úr einhverri bókinni. Látum vera, að hún skrifaði „Kæri Vanja“ eða eitthvað þess háttar, eins og hver önnur heiðarleg mann- eskja, en ,,hænuungi“, drottinn minn! Þegar ég var heima, kallaði hún mig oftast rauðhærða skrattann, en ekki er ég fyrr kominn til vígstöðvanna, en ég er orðinn að hænuunga! Og í öllum þessum bréfum lætur hún mig vita í mesta flaustri og svona á að gizka og hér um bil að börnin séu á lífi og heil heilsu, og að ekkert sérstakt sé að frétta aí vélastöðinni, og svo fer hún að jarma um ást og aftur ást, og notar svo torkennileg og bókleg orð að mér liggur við að svima.... „Eg les þessi fáránlegu bréf tvisvar, og þau gera mig svo rugl- aðan í höfðinu, að mér finnst ég vera orðinn fullur. Sljússareff úr annarri fótgönguliðssveit kemur til mín og spyr: „Hvað er að frétta af konunni þinni?“ Og ég lauma bréfinu niður í vasa minn í mesta flýti, og veifa hendinni eins og ég vildi segja: Farðu, góði vinur, láttu mig í friði. Þá spyr hann: „Líður öllum vel heima hjá þér? Ég sé það á þér að þú hefur fengið slæmar fréttir.“ Nújæja, hvað átti ég að segja honum? Ég liugsa mig dálítið um og segi síðan: „Hún amma mín er dáin.“ Þá fyrst þagnaði hann og gekk burt. „Þetta sama kvöld skrifaði ég konunni minni. Ég bað að heilsa börnunum og öllu skyldfólkinu, skýrði frá líðan sjálfs mín út í yztu æsar, og skrifaði síðan: „Gerðu það fyrir mig að hætta að kalla mig þessum hlægilegu uppnefnum. Ég heiti mínu eigin skírnarnafni, eins og þú veizt bezt sjálf. Ef til vill hef ég verið „hænuungi“ fyrir þrjátíu og fimm árum, en nú er ég þó áreiðanlega orðinn fullvaxinn liani, og þyngd mín, eitt hundrað sextiu og fimm pund, er alls ekki við hæfi neins „hænuunga“. Ég ætla líka að biðja þig um að hætta að skrifa þetta kjaftæði um ástina, því að mér verður blátt áfram flökurt af því. Skrifaðu nánar um það sem gerist á vélastöðinni, og segðu mér hverjir af vinum okkar eru eftir heima, og hvort nýi forstjórinn reynist starfi sínu vaxinn.“ „Og rétt áður en undanhaldið hófst fæ ég svar við þessu tilskrifi. Ég er skolli skjálfhentur, þegar ég opna bréfið, en svo slær svitan- um út um mig allan! Hún skrifar: „Halló, elsku kettlingurinn minn!“ Og svo koma fjórar síður um tóma ást, og ekki eitt einasta

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.