Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 76
170
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
orð um vélastöðina. og á einum stað kallar hún mig ekki ívan, held-
ur Eðvarð eða eitthvað svoleiðis. Jæja þá, hugsa ég, nú er kerling-
argarmurinn loksins orðin alveg hringlandi band-vitlaus! Líklega
hefur hún skrifað allan þennan ástarþvætting upp úr bók, því að
hvar gat hún annarsstaðar rekizt á þennan Eðvarð, og hvers vegna
er þessi sægur af alls konar kommum í bréfunum? Hún hefur aldrei
vitað minnstu baun um kommur, og allt í einu eru þær orðnar svo
margar hjá henni, að maður getur ekki einu sinni talið þær. Það
gætu ekki verið eins margar freknur í smettinu á nokkrum manni
og kommurnar í bréfunum hennar. Og öll þessi uppnefni, fyrst
„hænuungi“, svo „kettlingur“ og hvað kemur svo næst? I fimmta
bréfinu kallar hún mig líklega „Snala litla“ eða einhverju öðru
hundsnafni. Hvern þremilinn á þetta annars að þýða, er ég fæddur
í hringleikahúsi, eða hvað? — Þegar ég fór að heiman tók ég með
mér kennslubók í dráttarvélafræði — ég hef hana með, ef mig skyldi
einhverntíma langa til að líta í bók — og það veit hamingjan, að
mig blóðlangaði til þess að skrifa eina eða tvær blaðsíður upp úr
þessu riti og senda henni til þess að kvitta fyrir mig, en þegar ég
hugsaði mig betur um, hélt ég að hún myndi kannski líta á það
sem móðgun við sig. En eitthvað verð ég þó að taka til bragðs til
þess að lækna hana af þessari vitleysu. . . . Hvað vilt þú ráðleggja
mér, Mikkóla?“
Svíagintseff starði á félaga sinn, og varpaði öndinni mæðulega.
Nikolaj lá endilangur á jörðunni og steinsvaf. Það skein í hvítar,
misstórar tennur hans undir drúpandi yfirskegginu, og í munnvik-
unum mátti greina örsmáar hrukkur — leifarnar af brosi, sem ekki
var enn með öllu horfið af vörum hans.
Asgeir Hjartarson þýddi.