Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 78
172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eða slítur söguþráðinn, verður að skera miskunnarlaust niður við trog, þótt
það sé ekki ómerkt í öðru sambandi. Á hinn bóginn er þó nauðsynlegt að
rekja sem flesta þætti menningar og lífsbaráttu þjóðarinnar, til þess að
heildarmyndin verði sem skýrust. Skortur heimilda veldur því oft, að slíkt er
ekki unnt að gera út í æsar, en þegar heimildamagnið er mikið, þá kemur til
kasta sagnaritarans að velja og hafna réttilega. Á því sviði hafa P. E. Ó.
orðið mjög mislagðar hendur. I sögunni eftir hann eru feikn af óþörfu efni,
er rífur samhengi og gerir örðugra fyrir um yfirsýn. Fyrst og fremst má telja
persónusögue/nið. Raktar eru ævisögur allra æðstu embættismanna landsins,
skálda og annarra bókmenntamanna og jafnvel rektora latínuskólanna. Hvernig
yrði saga stórþjóðanna, ef sagnfræðingar þeirra fylgdu sömu reglum um
efnisval? Mikill þorri þeirra manna, sem getið er, voru mjög hversdagslegir,
ollu engum tímamótum og afrekuðu fátt markvert til góðs eða ills. Megin-
hluti þessa efnis á því alls ekki heima í Islendingasögu, heldur ævisagna-
söfnum. Nú er P. E. Ó. einmitt að semja íslendingaævir, sem eiga að koma út,
er aðstæður leyfa. Þess vegna var engin ástæða til að stilla ekki meir í hóf
um þetta efni í sögunni en gert liefur verið. Ef nauðsyn þótti á að geta allra
helztu embættismanna, mátti hafa skrá nm þá og embættisár þeirra aftan við
hvert bindi.
P. E. Ó. skiptir sögunni í þrjá höfuðþætti: stjórngæzlu (eða stjórnhætti),
menningu og menntir og þjóðhagi. Þá skiptingu má vel til sanns vegar færa,
en innan fyrsta þáttar ræður persónusagan öllu um efnisskipun að heita má.
Slíkt er auðvitað mjög fjarri lagi. Efninu hefði átt að skipa eitthvað á þá
leið að hafa sérstaka kafla um kirkjustjóm, alþingi, viðnám íslendinga gegn
konungsvaldinu, einveldið og stjórnarfarsbreytingar þær, er það hafði í för
með sér, réttarfar, landvöm o. s. frv. En hjá P. E. O. er hin almenna saga að
mestu leyti kubbuð sundur og fleyguð inn í persónusöguna. Við það verður
samhengið óljóst, og meginatriðin hverfa í skugga aukaatriðanna.
í öðrum þætti ber langsamlega mest á bókmenntunum og höfundum þeirra
og það svo mjög, að rúmur þriðjungur alls 5. bindis er eins konar bókmennta-
saga. Slíkt hlutfall á milli hennar og annarra greina sögunnar nær auðvitað
ekki nokkurri átt, ekki sízt þegar ritað er um fremur dapurlegt tímabil í bók-
menntalegum efnum, eins og 17. öldin var. Misræmis gætir einnig í því,
hversu rækilega er skýrt frá einstökum ritum og höfundum, og fer ]iað ekki
ávallt eftir verðleikum. T. d. er Ævisögu Jóns Indíafara, eins hinna merkari
rita frá 17. öld, aðeins lauslega getið, og ævi hans er ekki rakin, en miklu
rúmi er varið í að skýra frá stórum ómerkari ritum og mönnum. I 6. bindi
er bókmenntasagan hóflegri að vöxtum, en annars er hún sama marki brennd.
Hins vegar liefði gjarna mátt rekja miklu nánar eðli og orsakir galdratrúar-
innar en gert er í þessum þætti.
Þriðji þáttur, þjóðhagir, er langveigaminnstur í báðum bindunum, og þar
sakna ég margs, sem tvímælalaust hefði átt að standa í Sögu íslendinga. T. d.
vantar þar sérstakan kafla iim leiguliða, vinnufólk, lausamenn, þurrabúðar-