Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 12
186
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Líka má benda á, acJ vegna nýrrar reglugeröar um blaðaútgáfu,
má fylgjast nákvæmlega með hag blaðanna og forðast, að jiau lendi
í klóm erlends valds eða peningavalds.
í sambandi við hreinsunina má loks geta þess, að Jieir Frakkar,
sem síðan í júní 1940 hafa gert sig seka um vítavert athæfi frá
þjóðlegu sjónarmiði, jró að ekki komi það beint undir lögin, munu
hljóta sérstaka meðferð. Meðal þeirra eru þeir, sem hafa tilheyrt
stjórnmálalegum eða hernaðarlegum samtökum, stofnuðum af ó-
vinunum eða Vichy-stjórninni. Hér er um að ræða það, sem nefnt
er „indignité nationale“ („þjóðlegur óverðugleiki“) og er regluleg
lögfræðileg nýjung. Samkvæmt henni verða menn sviptir rétti til
kosninga og kjörgengis, til opinberra starfa o. s. frv.
í þessu lireina og ómengaða lýðveldi, sem Frakkar eru þannig
að reisa, verður annars lýðræði, ekki einungis stjórnmálalegt, held-
ur einnig viðskiptalegt og þjóðfélagslegt. Franska jrjóðin álítur með-
al annars, að nýtízku lénsfyrirkomulag viðskiptahringanna, sem
orðið er jafnóheillaríkt og lénsskipulagið forna frá jjví fyrir stjórn-
arbyltinguna miklu og hefur hlotið fordæmingu ekki einungis vegna
skaðsemi sinnar á liðnum tímum heldur og vegna óþjóðlegrar af-
stöðu sinnar á síðustu árum, eigi að hverfa úr sögunni. Hagkerfi
Frakklands verður þannig úr garði gert, að það verður ekki framar
í þjónustu fyrirferðamikilla einkahagsmuna, heldur í þjónustu Jrjóð-
arinnar, þ. e. a. s. í Jrjónustu allra og hvers eins, og aðalauðlindirnar
verða þjóðareign. Þetta Jrýðir ekki það, því vil ég bæta við, að allt
hagkerfið verði fært til [ijóðnýtingar. Kerfið verður mjög lipurt.
Mikið rúm verður ætlað einkaframtakinu, og Jrað mun fá að njóta
sín alls staðar Jiar, sem það gengur ekki gegn hagsmunum almenn-
ings. í framkvæmdinni er haft í hyggju að deila fyrirtækjunum í
þrjá flokka. I fyrsta flokk mundi koma allur höfuðiðnaður — t. d.
námagröftur — og stórfyrirtæki, svo' sem tryggingar. I þessum
flokki verður um að ræða hreina þjóðnýtingu. I annan flokk koma
fyrirtæki, sem ekki falla undir þjóðnýtingu, en verða undir opinberu
eftirliti. I Jiriðja flokk koma svo loks öll þau fyrirtæki, sem óhætt
er að sleppa við einkaframtakið. Það má segja, að menn séu á einu
máli um þessar endurbætur hagkerfisins. Það eru ekki einungis
vinstri flokkarnir og verkalýðssamtökin, sem krefjast þeirra. Þær