Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 42
216
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
magni. Þvert á móti mun það svæði aukast mikið við aukin alþjóða-
viðskipti og verka mjög raunhæft á þá lund að tryggja þau lán,
sem veitt verða af einkabönkum. Aðalmarkmið alþjóðabankans er
að ábyrgjast einkalán, sem veitt eru um venjulegar viðskiptaleiðir.
Hann mun sjálfur veita lán því aðeins, að þau fengist ekki með
venjulegum hætti við sæmilegum kjörum. Ávinningurinn er því sá,
að fjármagni verður veitt til þeirra, sem þess þarfnast, með lægri
vöxtum en áður þekktist, og reknir verða burtu úr musteri heims-
fjármála viðskiptanna þeir einir, sem okra á peningum. Ég fyrir
mitt leyti get ekki litið með hinum minnsta kvíða á útkomuna. Fjár-
magnið, eins og hver önnur vara, ætti að vera frjálst undan ein-
okun og fáanlegt við hæfilegum kjörum handa þeim, sem vilja nota
það til gagns fyrir alþjóð.
Fulltrúarnir og ráðunautar þeirra í Bretton Woods hafa nú
lokið starfi sínu. Þeir hafa setið og talazt við sein vinir og gert
áætlanir til lausnar á milliríkjavandamálum, fjárhagslegs og við-
skiptalegs eðlis, er steðja að þjóðum þeirra allra. Þessar tillögur
verða nú bornar undir löggjafa og þjóðir hinna ýmsu landa. Þær
munu leggja sinn dóm á það, sem gerzt hefur hér.
Utkoman verður mjög mikilvæg fyrir hvern einstakling í sér-
hverju landi. Þegar allt kemur til alls, ákvarðast af henni, hvort fólk-
ið á að hafa atvinnu eða ekki og hversu mikla fiárhæð það finnur
vikulega í launaumslaginu. Og þó er hitt enn mikilvægara, að eftir
henni verður ákveðinn sá heimur, sem börn okkar eiga að þroskast
í til manndóms. Hún ákvarðar þau tækifæri, sem bjóðast miljónum
ungra manna, þegar þeir loks geta farið úr einkennisbúningnum og
snúið heim til friðsamlegra starfa.
Þessar fjármála-samþykktir eru auðvitað aðeins einn þáttur í
hinni miklu áætlun um alþjóðleg átök, er nauðsynleg reynast til
þess að skapa frjálsa framtíð. En þær eru líka alveg nauðsynlegur
prófsteinn á fyrirætlanir okkar. Við stöndum á krossgötum, og við
verðum að fara þennan veg eða hinn. Ráðstefnan í Bretton Woods
hefur reist leiðarmerki, sem vísar fram eftir þjóðbraut nægilega
breiðri handa öllum mönnum að ganga eftir í takt, hlið við lilið.
Ef þeir ákveða að hefja göngu saman, getur ekkert á jörðu stöðv-
að þá.