Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 68
242
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ar, jóð, kundur, bur; kenningar eins og auðgrund. hringagná, silki-
hlín, reflarein, geiragrér, hjörvalundur, laufarunnur — allt þetta
er nú orðið forngripir. Um aldaraðir hefur það verið aðal íslenzkra
skálda að kunna að kenna rétt, og. fáránlegar kenningar hafa verið
einn þáttur í þeim forða kjánalegra vísna sem fólk hefur haft að
skemmta sér við:
Gunnlaug hrellir hörmung mörg,
hráskinns mellu kundur!
í Oxnafelli hún Aðalbjörg
öll er að vella í sundur.
En nú á tímum gætu menn hæglega orðið þjóðskáld án þess að
finna neinn mun á því hvort sá sem vísunni er beint til hefði held-
ur verið ávarpaður linns grundar lundur, hráskinns mellu kund-
ur eða unda glóða þundur.
Það sem þá er helzt e.ftir hjá okkur af elztu skáldskaparíþrótt for-
feðra vorra er stuðlasetningin, og er í raun og veru furða hve
lífseig hún hefur reynzt. Manni gæti komið til hugar að spyrja
hvort dýpri rætur mundi eiga í íslendingum, skynbragð á stuðla
eða tilfinning fyrir rími. Mér virðist helzt sem það muni skiptast
eftir einstaklingum. Þannig sé ég af ljóðakveri Unu skáldkonu Jóns-
dóttur í Vestmannaeyjum (sem mér þykir lærdómsríkt), að hún
stuðlar jafnan rétt en rímar miður:
Seggir sómaslyngir
sigla á ránarhyl,
áttu allt í kringum
auðug fiskimið.
Hins vegar mætti eflaust tína til annan kveðskap, sem sýndi
meiri rímlist en stuðlagáfu, svo sem þessa stöku:
Nú er farinn vinur minn,
og ég græt liann mikið,
mér mun bætast brátt um sinn
sá skaðinn og missirinn.
Vísuna hefur Stefanía Clausen kennt mér og segir hana orta af
fjósamanni séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólstað eitt vor þegar
búið var að bera á völlinn og hann horfði ofan í tómt haugstæðið.
Hún sýnir ríkar tilfinningar í látlausum verkahring.