Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 101
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
275
við. Tunga þess verður eins og hljóðfall þess lífs, sem það lifir —
þeirrar baráttu, sem það heyr — það er lifandi tunga.
Mennirnir, sem sitja með fílabeinsfingur yfir ritvélum sínum og
skrifa fyrir þetta fólk, skilja ekki þessa tungu. Þeir geta ritað óað-
finnanlegt mál, eftir öllum þekkingarinnar og listarinnar reglum,
þannig að ekki skeiki broti úr millimetra, hvar komman er sett.
En slík skrif skortir undantekningarlítið undirstraum hinnar lifandi
tungu, sem hvergi verður náð annars staðar en þar, sem hann sprett-
ur upp — meðal fólksins sjálfs.
Ég held, að það reyndist hollt fyrir hina svokölluðu andans menn,
hvort sem þeir telja það köllun sína að vísa fólkinu veg í pólitísk-
um efnum, rita fyrir það bækur um vísindaleg efni, eða lyfta huga
þess til hæða með svokölluðum fögrum bókmenntum, að kynnast
alþýðunni ofurlítið nánar.
Þeir ættu annað veifið að taka sig upp, fá sér klæði frá Vinnu-
fatagerð íslands óg vinna með mönnunum, sem þeir eru að skrifa
fyrir, t. d. við höfnina, á togurum, við gatnagerð og þess háttar,
ennfremur uppi í sveitum við heyskap, vegagerð, skepnuhirðingu
o. fl. Slíkt háttalag myndi án efa hafa mikil og góð áhrif á íslenzka
tungu.