Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 114
288
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
skoðað hann. Hann er ósköp venjulegur, ekki dýr. Mér líkar hann
vel.“
„Agætt. Við skulum ná í hann strax í fyrramálið. Er hann mátu-
legur?“
„Já,- alveg hreint.“
Treisi stóð upp. „Bezt að fara. Nábúarnir minnast víst á það,
ef ég er alla nóttina á forsvölunum hjá þér.“ Hann hló aftur. „Góða
nótt, Dóra. Þú ert lagleg stelpa.“
„Góða nótt, elskan.“
Hann laut niður, kyssti hana laust, ýfði allt í einu á henni hárið
eins og hann var vanur að gera, þegar þau voru saman í mennta-
skóla, sneri sér snöggt við, hljóp niður tröppurnar.
Ekki víst það yrði svo slæmt. Hún var góð og siðprúð stúlka,
sem mundi skapa fyrir hann þægilegt og gott heimili. Þegar öllu
er á botninn hvolft, hvers átti að vænta fram yfii það? Þau mundu
vera út af fyrir sig í sveitinni, hann mundi veiða á haustin — taka
hana stundum með, fallegt skot, Dóra .... og ágætt að vera í skóg-
inum. Skjóta villisvín á veturna, salta niður kjöt, svínslæri, bóga,
búa til bjúgu, gera sýróp á haustin. Svo yrði sáningin á vorin.
Næstum öllum finnst gaman að sá á vorin. Hann yrði sjálfur hús-
bóndi.
Hann fór yfir járnbrautarteinana, og gekk eftir Skólastrætinu
sínu, reif mosaflygsu af eikargrein, hélt áfram. Tunglið var að
koma upp, þótt garðarnir væru ennþá myrkir. Forsvalirnar þöglar.
Oðru hverju lágt suð ósýnilegra radda. Rólubekkur marraði á for-
svölum við hús Harrís. Harríet og Bill Adams. Hún mundi leika
á Bill. Honum er mál til komið að fara að hætta að eyða tíma og
peningum í hana. Hún giftist aldrei neinum pilti í Maxvell. Alltof
metorðagjörn, alltof eirðarlaus til að una sér við Maxvell. Hann
sneri aftur við, gekk heim til sín, reif mosann sundur, lét tætlurnar
falla á gangstéttina.
Hann mundi sjálfur verða húsbóndi. Svo kæmu börn. Ef til vill.
Ef til vill mundi honum líka það vel. Idafa andstyggð á því eða
líka það vel. Ekki hægt að fullyrða hvort heldur. Verður skrýtið að
eiga þau. Hvernig í fjandanum mundi maður fara að ala upp börn!
Dóra mundi vita. Já .... hún mundi vita .... eins og allt kven-