Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 102
BJÖRN FRANZSON:
Nýjungar í tækni og vísindum
ORKULINDIR
Þeir tímar ættu nú að vera skammt undan, ef þjóðirnar fara skyn-
samlega að ráði sínu, að af mannkyninu verði létt mestum hluta
áhyggnanna fyrir morgundeginum, mestöllu því matarstriti, sem
þjakað hefur meginþorra mannkynsins og gert honum ótækt að lifa
raunverulegu menningarlífi eða sinna háleitari hugðarefnum en því
að afla sér einhvers að éta. Þjóðfélagsvísindi nútímans ættu að
tryggja þetta ásamt þeim framkvæmdarmöguleikum, sem nútíma-
tækni er að skapa. Það hefur þegar verið margsannað, að auðæfi
jarðar, með þeirri kunnáttu í hagnýtingu þeirra, sem menn hafa
nú, eru margfalt svo ríkuleg, að allir menn gætu haft nóg að bíta og
brenna, ef réttlæti ætti sér stað um skiptingu þeirra. Vísindalegt
þjóðfélagsskipulag og nægileg framleiðsluorka eru þau tvö skilyrði,
sem fullnægt þarf að verða, til þess fyrrnefndu marki verði náð.
Hér skal minnzt lítillega á orkuvandamálið.
Það hefur verið reiknað, að ef allar þær vélar, sem nú eru starf-
andi í heiminum, gengju fyrir handafli, þá yrði tala verkfærra
manna á jörðinni að vera fjörutíuföld á við það, sem nú er. Hend-
ur manna vinna ekki nema svo sem hundraðasta hluta þeirra starfa,
sem framkvæmd eru í heiminum um þessar mundir. Af þessu verður
ljóst, hversu geysilegt orkumagn mannkynið þarf til allrar fram-
leiðslu sinnar. Sú spurning reynist harla mikilvæg, hvaðan taka
skuli alla þessa orku og hvernig fullnægja skuli sívaxandi orkuþörf
mannkynsins. Olíubirgðir þær í jörðu, sem menn vita um, geta ekki
enzt nema örfáa áratugi með þeirri eyðslu, sem nú á sér stað jafn-
vel á friðartímum, og kolabirgðir jarðar eru einnig mjög takmark-
aðar, þó að þær muni geta enzt mun lengur, sennilega nokkrar
aldir.
Mjög hefur verið rætt um þá óskaplegu orku, sem vitað er, að