Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 33
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
207
formi samþykkta frá smásölum, sem grátbiðja framleiöendur og
yfirvöld að forSa sér frá því aS þurfa aS höndla óþverra undir
matarnafni.
Tökum eggin. Til aS varpa ljósi á, hverjar kröfur eru gerSar um
eggjaverzlun erlendis, skal ég greina dæmi. Danir hafa um alllangt
skeiS framleitt egg handa Bretum. Komi fúlt egg á borS á ensku
heimili er þaS talin sjálfsögS reglusemi og nokkurskonar þjóSfélags-
leg skylda aS skila því aftur til smásalans, en hann lætur óSar gott
egg í staöinn eöa endurgreiöir verSiÖ. En sagan er ekki öll. Smá-
salanum ber skylda til aS kæra fyrir heildsalanum, sem síöan gerir
danska útflytjandanum viövart. EggiS er síöan af vörumerki þess
rakiS til upphafsstaSar síns, eggjabús þess í Danmörku, sem hefur
selt þaS. SíSan setur danska útflytjendasambandiö eggjabóndanum
strangar skriftir, getur jafnvel bannaS honum aö selja egg um lengri
eSa skemmri tíma, allt eftir stærS sakarinnar. Sama máli gegnir
um aöra matvöru í siöuöum löndum: menn eru látnir hitta sjálfa
sig fyrir, ef þeir hafa á boSstólum skemmdan mat.
Hér þykir sjálfsagt aö selja mönnum skemmdan mat, eins og t. d.
fúlegg, og talin móSgun ef undan því er kvartaÖ. Jafnvel á frægu
sjúkrahúsi íslenzku, þar sem ég var gestur í sumar, kvörtuðu sjúk-
lingar, sem áttu aö lifa á eggjafæSi, yfir því aö þeir fengju þar
fúlegg og hálfsúra mjólk — aö ógleymdu makaríninu. ASspurSir,
hversvegna þeir kvörtuöu ekki viS yfirvöld sjúkrahússins, svöruöu
þeir meö því venjulega íslenzka svari, aö þeir óttuöust þaö yröi
tekiS illa upp. Þessi ótti viö aS kvarta eru leifar frá því íslendingar
voru betlarar, sem máttu þakka fyrir hvaö sem aö þeim var rétt. A
mínu heimili voru í sumar keypt egg, sem reyndust fúlegg, en ekki
var viS þaö komandi aS kaupmaÖurinn vildi endurgreiöa þau. Þeir
sem kaupa óþverrann verSa aö sitja uppi meö hann. Hvergi aöhald.
Allri gagnrýni tekiö sem fjandskap: íslendingar þola ekki gagnrýni,
þaS er eitt af þjóöerniseinkennum okkar. Sá maöur reiöist ævinlega
gagnrýni, sem veit meS sjálfum sér aS hann hefur staSiö sig illa.
Lúsugur maSur reiöist ef honum er sagt hann sé lúsugur, sóSi, ef
honum er sagt hann sé skítugur og rifinn, klaufi, ef honum er sagt
hann kunni ekki verk sitt, subbu, ef kvartaö er yfir því aS kartöfl-
urnar hjá henni séu vatnsósa, leirskáld, ef hann er krítiséraöur.