Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 135
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 309 Dalurinn Þorsteinn Stefánsson: DALURINN. Friðjón Stefánsson þýddi. Bókfellsútgáfan, Reykjavík 1944, 381 bls. Enn einu sinni hefur íslenzkt skáldefni neyðzt til að segja skilið við móður- mál sitt, setjast að í öðru landi og freista að rita sögur á framandi tungu. Bókin Dalurinn er fyrsti sigurinn, sem Þorsteinn Stefánsson hefur unnið á rithöfundarbrautinni, og her okkur öllum að samgleðjast honum af heilum hug. Hann er ungur maður, rösklega þrítugur að aldri, fæddur 1. desember 1912 við Loðmundarfjörð og sonur fátækra bóndahjóna. Hann mun snemma hafa ákveðið að verða rithöfundur, en hinsvegar ekki farið varhluta af öllum þeim örðugleikum og vandkvæðum, sem jafnan fylgja slíkri ákvörðun. Sam- kvæmt æviágripinu á kápu bókarinnar fluttist hann til Danmerkur haustið 1935, en eftir sjö ára baráttu hlaut framangreind skáldsaga hans 1000 króna bókmenntaverðlaun, sem tengd eru við nafn H. C. Andersen og einvörðungu veitt ungum mönnum fyrir frumsmíð í skáldsagnagerð. Einnig liefur frétzt, að sagan hafi fengið góðar viðtökur hjá dönskum gagnrýnendum og eigi í vænd- um að koma út á þýzku og frönsku. Ég hlýt að játa hreinskilnislega, að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum við lestur bókarinnar, ef til vill vegna þess, að ég hafði þótzt viss um, að hér væri á ferðinni nýstárlegra og listrænna skáldrit en almenn gerist. Sagan er á engan hátt nýstárleg og yfirbragð hennar allrar miklu hversdagslegra í listrænum skilningi en við hefði mátt búast, þótt hún sé á hinn bóginn mjög snoturt byrjandaverk og gefi lesendunum hin beztu fyrirheit um hæfileika höfundarins og framtíð. Byggingarlag hennar er skyldara smásagnasafni en samfelldn, streymandi sögu, en lögmál þessa vandasama byggingarlags brýtur höfundur- inn hvað eftir annað, stundum að nauðsynjalausu, eins og þættirnir af Bach- fólkinu og Holtsfjölskyldunni bera glöggt vitni. Það er ennfremur galli á verk- inu, að hvergi skuli vera vikið að því einu orði, af hvaða ástæðum aðal- persónan ætlar sér að verða skáld, né heldur leitast við að skýra sálfræðilega, hvers vegna hún er knúin til að skrifa eða um hvað hún skrifar. Stíllinn er alstaðar reyrður í fjctra hins venjulega og margsagða, skynjunin bundin við yfirborð litsnauðrar hefðar, sem drekkir lífi og hita góðs skáldskapar í köld- um, naturalistiskum gráma, en hefur það hins vegar sér til ágætis að vekja athygli lesandans á ýmsum efnislegum hlutum með ríkulegu framtali þeirra. Margir liprir og skemmtilegir kaflar benda þó til þess, að höfundurinn muni í næstu verkum sínum brjóta af sér þessar viðjar, því að athyglis- og frá- sagnargáfu hefur hann ótvíræða. Bróðir hans, Friðjón Stefánsson, hefur ís- lenzkað söguna, vafalaust af mikilli samvizkusemi, en erfitt er að bægja frá sér þeim grunsemdum, að listræn blæbrigði og stílfesta hafi í þýðingunni dregizt mjög inn fyrir landamæri hversdagsleikans eða jafnvel orðið að þoka fyrir átakanlega bragðdaufu málfari. Ó. J. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.