Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 52
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eða þegar Ibsen lætur Ásu segja í andarslitrunum við Pétur
son sinn:
Jeg vil ligge og lukke 0ine
og lide pá dig, min gut!
Og þegar við gætum betur að, sjáum við að þarna hafa skáldin
stuðlað að íslenzkum sið, auðvitað óafvitandi og af hreinni til-
viljun. Sumir erlendir þýðendur íslenzkra kvæða hafa gert sér far
um að halda réttum stuðlum, svo sem þeir Þórður Tómasson er
hann sneri Passíusálmunum og nýverið Martin Larsen er hann lagði
út Eddukvæðin og ísland farsælda frón. Ekki hlýðir að ganga hér
fram hjá eina íslenzka húsgangi á danska tungu, sem þó mun að
vísu kveðinn af íslenzkum manni; surnir segja Gröndal höfund, en
ég veit engar sönnur á því:
Holder Gæs og giver Sold,-
gaar til Messe i Herrens Vold,
f0dt i Hessen brav og bold
Baronesse Lpvenskjold.
Færeyingar hafa stöku sinnum borið við að stuðla kvæði sín að
íslenzkum hætti. Eitt hinna helztu skálda þar í landi, Mikkjal á
Ryggi, hefur t. d. ort þannig vinsamlegt kvæði til íslands, sem Is-
Iendingum mun ókunnara en maklegt væri. Fyrsta erindið er á
þessa leið:
Frítt tú vart í fornum tíma
fagra jpkulsland,
eingin orkaði at gríma
Ingolvs ætt í band;
hetjur hevjaðu á tingi
hátt sítt fríða mál,
teir frá fedrum lipvdu fingið
frælsishug í sál.
Þessi vísa getur minnt okkur á að stuðlar eru ekki allir þar sem
þeir eru séðir og að ekki er einhlítt að gæta réttrar tölu á þeini,
heldur verður líka að skipa þeim rétt í sæti, þeir mega hvorki vera
of fjarri línulokum né of gisnir. Allt þetta heyrir íslenzkur maður
samstundis, hafi hann á annað horð hrageyra, en útlendur þarf
langrar tamningar til. En skáldið nær fastari tökum á íþróttinni