Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 64
238
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki að’ færa í kaf þaö sem fyrir var. íslendingar ortu annaðhvort
með stuðlum einum að fornum sið eða með stuðlum og Iokarími
að dæmi rímkvæðisins og Höfuðlausnar, en ekki með lokarími
einu eins og gert var úti í löndum.
Nú tjáir ekki annað en fara fljótt yfir sögu. íslenzk skáldskap-
arlist var þegar að fornu auðug að sjálfstæðum og frumlegum hátt-
um. Þar við bættust síðar rímnahættirnir og náðu smám saman
ótrúlegri fjölbreytni. Helgi Sigurðsson telur í bók sinni „Safn til
bragfræði íslenzkra rímna“ 23 flokka og sæg afbrigða innan hvers,
víða svo hundruðum skiptir, en að vísu kann hann sér ekki hóf
og greinir stundum afbrigði eftir samhljómum sem auðsæilega ber
að eigna tilviljunum einum. Á síðmiðöld og þar á eftir tóku íslend-
ingar enn fremur upp fjölda hátta, sem margir hverjir hafa verið
tengdir við söng, þó að svo slysalega hafi tekizt til að flestöll lögin
hafa týnzt niður; tónfróðir íslendingar á 19. öld hefðu gert menn-
ingu vorri drjúgum meira gagn ef þeir hefðu kunnað að hlusta með
meiri alúð eftir því sem karlar og kerlingar rauluðu, í stað þess að
verja öllum kröftum sínum til að kenna fólki söng upp á dönsku.
Vafalaust eru margir þessara hátta útlendir að uppruna, en hafa
þó tekið á sig slíkar myndir að líklegt þykir að rímglaðir Islend-
ingar eigi hlut í þeim:
Eg veit eina baugalínu,
af henni tendrast vann
eldheit ást í hjarta mínu,
allur svo eg brann,
bjartleit burtu hvarf úr rann.
Nú er ei hugurinn heima,
því liana ei öðlast kann.
Þaff er minn vandi, þó eg standi
í þessum skugga,
mærffar blandi af minnis landi
mun eg brugga,
sérdeilis fyrir þig, særndin ungra fljóða,
lukkuna fáðu, laukaskorffin rjóða.
Áður á tíffum var tízka hjá lýðum,
svo tryggorffir kenndu: