Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 92
266
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Helzt myndi ófróðum mönnum fljúga í hug, að þegar öllu væri
á botninn hvolft, myndi tiltækilegast að feta í fótspor rithöfunda,
sem búa til sögur fyrir fólkið, og það því fremur, að einmitt á þeim
vettvangi glyttir einna helzt í alþýðunnar eigið mál. — En sé betur
að gætt, er sú fjarstæðan sýnu mest.
Rithöfundar hafa sem sé látið skína í það, svo skihnerkilega, að
ekki verður um villzt, að milli þeirra og fólksins sé mikið djúp
staðfest. Að þeirra eigin sögn bíða óyfirstíganlegir örðugleikar
hvers og eins, sem leggur út á hina þyrnum stráðu braut rithöfund-
arins. Það minnir einna helzt á hróp fordæmdrar sálar í helvíti,
þegar þeir eru að vara aðra við kvalastaðnum, sem þeir hafa lent
í. Með miklum sjálfspyndingum hafa þeir seint og um síðir getað
orðið eitthvert lítið brot af því, sem þeir vildu verða, — sagt örlítið
af því, sem þeir ætluðu að segja.
Af þessu sést, að miklar kröfur eru gerðar til þeirra, sem skrifa
fyrir fólkið, — meiri en svo, að nokkur maður með sigg í lófum
og knýtta hnúa fái uppfyllt þær.
Að vonum fara þessar kröfur vaxandi. Blaðamenn eru sendir í
aðrar heimsálfur til þess að læra að segja satt, fræðimenn eru látnir
nema, unz fræði þeirra eru orðin lítt skiljanleg óbreyttum alþýðu-
mönnum og rithöfundar spana land úr landi, meðan þeir eru að
finna sjálfa sig.
Að öllu þessu athuguðu ætti það að verða lýðum ljóst, að ein-
ungis hinum útvöldu ber að rita fyrir fólkið, alþýðan má þakka
fyrir að vera læs og talandi.
GuS opinberar það smadingjum
Það er alkunnugt, hvernig börn orða lagleg sendibréf. Þau segja
það, sem þau meina, með orðavali, sem nákvæmlega endurspeglar
það þroskastig, sem þau standa á.
Síðar, þegar þau eru búin að lesa mikið af námsbókum, undan-
tekningarlítið rituðum á máli, sem nálgast það að vera skopmynd
af máli barna, þá er engu líkara en þau tapi sinni upprunalegu stíl-
gáfu. Þau fara að laga ritmál sitt eftir hinu dauða bókmáli, sem
þau hafa komizt í kynni við, en geta þó ekki náð neinu valdi á.