Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 92
266 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Helzt myndi ófróðum mönnum fljúga í hug, að þegar öllu væri á botninn hvolft, myndi tiltækilegast að feta í fótspor rithöfunda, sem búa til sögur fyrir fólkið, og það því fremur, að einmitt á þeim vettvangi glyttir einna helzt í alþýðunnar eigið mál. — En sé betur að gætt, er sú fjarstæðan sýnu mest. Rithöfundar hafa sem sé látið skína í það, svo skihnerkilega, að ekki verður um villzt, að milli þeirra og fólksins sé mikið djúp staðfest. Að þeirra eigin sögn bíða óyfirstíganlegir örðugleikar hvers og eins, sem leggur út á hina þyrnum stráðu braut rithöfund- arins. Það minnir einna helzt á hróp fordæmdrar sálar í helvíti, þegar þeir eru að vara aðra við kvalastaðnum, sem þeir hafa lent í. Með miklum sjálfspyndingum hafa þeir seint og um síðir getað orðið eitthvert lítið brot af því, sem þeir vildu verða, — sagt örlítið af því, sem þeir ætluðu að segja. Af þessu sést, að miklar kröfur eru gerðar til þeirra, sem skrifa fyrir fólkið, — meiri en svo, að nokkur maður með sigg í lófum og knýtta hnúa fái uppfyllt þær. Að vonum fara þessar kröfur vaxandi. Blaðamenn eru sendir í aðrar heimsálfur til þess að læra að segja satt, fræðimenn eru látnir nema, unz fræði þeirra eru orðin lítt skiljanleg óbreyttum alþýðu- mönnum og rithöfundar spana land úr landi, meðan þeir eru að finna sjálfa sig. Að öllu þessu athuguðu ætti það að verða lýðum ljóst, að ein- ungis hinum útvöldu ber að rita fyrir fólkið, alþýðan má þakka fyrir að vera læs og talandi. GuS opinberar það smadingjum Það er alkunnugt, hvernig börn orða lagleg sendibréf. Þau segja það, sem þau meina, með orðavali, sem nákvæmlega endurspeglar það þroskastig, sem þau standa á. Síðar, þegar þau eru búin að lesa mikið af námsbókum, undan- tekningarlítið rituðum á máli, sem nálgast það að vera skopmynd af máli barna, þá er engu líkara en þau tapi sinni upprunalegu stíl- gáfu. Þau fara að laga ritmál sitt eftir hinu dauða bókmáli, sem þau hafa komizt í kynni við, en geta þó ekki náð neinu valdi á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.