Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 10
184 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Nýtt ríki, já, því að hversu illa sem hræddum sálum kann að líka það, þá er Frakkland nú að framkvæma nýja stjórnarbyltingu, og ég mun varla hika við að bera hana saman við stjórnarbylting- una miklu. Það má að minnsta kosti fullyrða, að þeir, sem af van- þekkingu á sögu landsins og getu þjóðarinnar, héldu Frakkland á grafarbarmi, munu brátt sjá upp stíga land, endurborið, auðugra, voldugra og meira en nokkru sinni fyrr. Eg bið ykkur að líta ekki á þetta sem fánýtan spádóm, því að þetta nýja ríki er þegar í smíðum fyrir augum okkar. Svo sem ég hef þegar sagt, var grunnurinn lagður á hinurn fjórum árum blóðs og tára, sem teljast mega drungalegasta tímabil í sögu þjóðarinnar og nú er reist af grunni í gleði endurheimts frelsis, fyrir opnum tj öldum. Fyrirkomulag byggingarinnar? Það má finna í áætluninni, sem franska mótspyrnuhreyfingin bjó út á tímuni þýzka hernámsins og samþykkt var af de Gaulle hershöfðingja og stjórn hans. Það má líka finna í því, sem þegar hefur áunnizt. Þá er það fyrst, að eitt er löngu visst: hin mikla harðstjórn, sem Frakkar hafa orðið að þola, hefur tengt þá lýðræðinu enn sterkari böndum. Þeir hafa aldrei fallið frá gömlu einkunnarorðum lýð- veldisins, frelsi, jafnrétti, bræðralagi, sem sátu rist í hjörtu þeirra, þó að þau væru máð af opinberum stórhýsum. Frakkland er ennþá lýðveldi. Athugið það, að það er fulltrúi bráðabirgðastjórnar franska lýðveldisins, sem talar til ykkar. Hin skammarlega löggjöf, sem þý óvinanna hrófaði upp, í brjálæðis- kenndri von um að snúa til nazisma landi mannréttindanna, hefur verið felld niður og lög lýðveldisins tekin upp. Annars má geta þess, að þessi lög höfðu alltaf verið í heiðri liöfð í þeim nýlendum Frakka, sem snúizt höfðu á sveif með de Gaulle. En franska þjóðin lætur sér ekki nægja einfalt afturhvarf til for- tíðarinnar. Hún vill nýtt lýðveldi. Hún vill fyrst og fremst,. að þetta lýðveldi sé hreint og ómengað. Og hún krefst þess, að öllum þeim, sem unnið hafa að nýskipan Hitlers, verði tafarlaust og miskunnar- laust vikið frá og að eftirminnileg refsing bitni á þeim, sem hafa svikið land sitt, en stutt óvinina í þeirra myrkraverkum. Frá því landið leystist úr ánauð hafa þessir menn, sem þið getið verið viss
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.