Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 15
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
189
Japanar verða sigraðir, en þeir hrifsuðu Indó-Kína frá Frökkum.
Frelsun heimalandsins gerir Frökkum kleift að leggja betur fram
krafta sína í þágu stríðsins. Hermönnum fjölgar og mun fjölga
meir, eftir því sem vopnaframleiðslan eykst. Hins vegar er nú
franski iðnaðurinn ekki lengur í þjónustu Þjóðverja, heldur banda-
manna.
Frakkland mun ekki leggja niður vopn, fyrr en það hefur unnið
sigur í því stríði, sem það hóf við hlið Stóra-Bretlands í september
1939 gegn nazistaófreskjunni, án þess að bíða þess, að á það væri
ráðizt. Þessi sigur er ekki langt undan. Brátt mun þríliti fáninn
ásamt öðrum fánum bandamanna blakta yfir hernumdu Þýzkalandi.
Þá verður um það að ræða að ganga frá friðnum. Frakkland
mun leggja sinn skerf til þess verks eftir getu sinni og innsta eðli.
Hlutverk þess í Evrópu í framtíðinni mun verða mikið. Sumir segja
meira en hlutverk þess í fortíðinni. Mér þykir leitt að geta ekki
vikið nánar að þessu. Nú þegar hefur Frakkland tekið fyrri stöðu
sína sem stórveldi, því að svo ber vafalaust að skilja viðurkenn-
ingu Stóra-Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétsambandsins á bráða-
birgðastjórn franska lýðveldisins.
Þessi viðurkenning, sem var gefin um það bil réttum tveimur
mánuðum eftir frelsun Parísar, skilur áfanga á þeirri frægðarbraut
Frakka, sem de Gaulle hershöfðingi benti á, daginn sem hann hélt
innreið sína í höfuðborgina. Frakkar munu feta þessa braut af eld-
móði og sanna þannig mál þeirra, sem, eins og þið, misstu aldrei
trúna á þá, jafnvel ekki, þegar mest syrti að. Þið skuluð sjá til.
Magnús Jónsson þýddi.