Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 133
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
307
hefur gagnsókn, nær þorpinu aftur og stefnir í vesturátt á eftir flýjandi liði
nazismans, en regnboginn, hið undarlega, táknræna fyrirbrigði, drottnar yfir
köldum vetrarhimninum og slær litum sínum á hvíta og ómælanlega sléttuna.
Styrkur sögunnar felst ekki í endurspeglun þeirra fáheyrðu ódæðisverka,
sem stigamenn tuttugustu aldarinnar hafa framið á varnarlausu fólki í þessari
styrjöld. Slík endurspeglun gæti ekki orðið stuttum fréttaskeytum áhrifaríkari,
þaðan af síður skýrslum nefndanna, sem rannsaka stríðsglæpi nazista. Gildi
hennar liggur hins vegar í persónulýsingum, sálfræðilegu innsæi og heitri lífs-
trú, reiðubúinni til að leggja allt í sölurnar til verndar frelsi og mannréttind-
um. Hún tjáir okkur að vísu aðeins brotabrot af reynslu miljónanna, hinum
ólýsanlegu þjáningum þeirra og fórnum, hetjuskap þeirra og óbuganleik, en
þetta brotabrot brennist inn í vitund lesandans og hverfur þaðan ekki. Sumar
persónur sögunnar verða okkur ógleymanlegar, en fremst þeirra stendur Olena,
sem engar píslir geta sigrað, hversu grimmar og ofboðslegar sem þær kunna
að vera.
Það er virðingarvert, að þýðandinn, sem er kornungur maður, skuli liafa
valið sér þessa ágætu bók að viðfangsefni, en allt um það verður varla hjá því
komizt að fara nokkrum orðum um, hvernig honum hefur tekizt að leysa verk
sitt af hendi. Bókin er öll frentur læsileg á íslenzkunni, þegar frá eru dregnar
nokkrar hvimleiðar smekkleysur, sem stinga í augun, sérstaklega í fyrri hluta
hennar. En sé hún borin saman við enska textann, kemur fljótt í ljós, að þýð-
andinn hefur alls ekki náð hinum sterka og einfalda stíl hennar, sem sam-
kveikist ósjaldan djúpri og náinni listskynjun, jafnvel ekki gert tilraun til
þess, að því er bezt verður séð. Hann hefur í stað þess hætt sér út á þá hálu
og varhugaverðu braut að umsteypa stílinn eftir sjálfs sín höfði, án þess þó
að takast að gera það á samfelldan hátt, svo að heildarsvipurinn er sí og æ rof-
inn af hjátónum. En þetta mætti kannski afsaka, ef ekki bættist fleira við.
Þýðingin er öll furðulega ónákvæm og stundum alröng, setningarnar umskrif-
aðar og efnið brenglað, en hálfar blaðsíður sums staðar endursagðar í þremur
eða fjórum línum, sem missa marks. Það væri hægt að nefna fjölmörg dæmi
þessu til staðfestingar, þótt ekki verði það gert hér; en hinn ungi þýðandi
ætti í framtíðinni að temja sér miklu meiri vandvirkni og nákvæmni; — slíkt
væri æskilegast fyrir alla aðila og hæfileikum hans sjálfs vænlegra til þroska
en afköst með hraðsaumasniði. Prófarkalestur bókarinnar hefði einnig mátt
vera lýtaminni.
Ó. ]. S.
Ljóðmæli Páls Ólafssonar
Páll Ólajsson: LJÓÐMÆLI. Gunnar Gunnarsson
gaf út. Helgafell, Reykjavík, 1944.
Þegar Jón, bróðir Páls Ólafssonar, hóf útgáfu rita hans um síðustu aldamót,
var Páll orðinn aldraður maður. Lausavísur hans, kviðlingar og ljóðabréf