Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 66
240
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
fyrstur manna latneska vísu samsetta að íslenzkum reglum; sumir
prestar hafa síðar stytt sér dægur með því að búa til fleiri slíkar.
Nálægt 1730 segir Grunnavíkur-Jón að íslenzka eigi sér snillilegri
ljóðagerð en aðrar tungur, enda þyki Islendingum oft lítið til er-
lends kveðskapar koma.
Hitt er þó sönnu nær að íslendingum hefur löngum hætt til að
gera braglist sína allt of dýra. Mikið rím og þétt var oft helzta
markmiðið, málið þrautpínt til alls konar hljóma, en efni og vit
varð að hörfa. Ef engin þjóð í Norður-Evrópu hefur dekrað eins
við háttu sína og við, hefur heldur engin ort jafnmikið af bulli o^
endileysu, af því að hættirnir voru svo dýrir að þeim varð ekki
fullnægt nema með því að fylla þá innantómum gjallanda eða mis-
þyrma málinu:
Mállýzkan er mikið röng,
maðurinn hóf of dýran söng.
Hér er til sýnis eitt erindi úr vikivakakvæði frá 17. öld. Mér kem-
ur ekki til hugar að neita að þetta kvæði hefur sína fegurð; ég hef
oft lesið það hátt fyrir sjálfan mig, stundum jafnvel fyrir aðra.
En ekki virðist mér það vel fallið að lesa í hljóði aðallega í því
skyni að njóta efnisins:
Fjalars Kjalars flæSa súSir
fengu lengi öngvan byr,
um sinnu ranna síSar búSir
sízt ]iær hristi gustur fyr,
drengir strengjum ráSa rúSir,
renna nenna senn á sjá.
Ut ertu viS æginn blá ...
Hestar rasta reiSa flúSir
fyrir rjóSa tróðu flóða glóða löngum
rýrum stýra róðri lúðir,
... en eg er setztur að dröngum.
Og árið 1766, meðan íslendingar voru konunghollir, kvað Eggert
Ólafsson Friðreksdrápu eftir lát Friðriks konungs 5. Ég man ekki
eftir öðru kvæði óskiljanlegra á íslenzku, og væri þó margt af að
taka. Fyrsta erindið er sem hér segir:
Vakna fugla frækn at hugli
farnar tams í arnar hamsi,