Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 55
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
229
Hildibrandskviða, fornt hetjukvæði, sambærilegt við Eddukvæðin.
Kvæði þetta segir frá gömlum manni sem kemur heim til lands síns
eftir áratuga útivist og hittir fyrir son sinn, en hann vill ekki kannast
við komumann, og þeir berjast. Leikslokin hafa sjálfsagt verið þau
að sonurinn fellur (niðurlag kvæðisins er týnt). Gamla manninum
er ljóst hvert stefnir, og honum verður meðal annars að orði:
Nu scal mih suasat chind
suertu hauwan,
breton mit sinu billiu,
eddo ih imo tí banin werdan.
Hér þarf ekki nema að víkja við fáeinum orðum svo að úr verði
íslenzka:
Nú skal mig svás kundur
sverði höggva,
brytja með sínum brandi,
eða eg honum að bana verða.
í kringum 860, um það bil sem Naddoður víkingur er að sveima
í norðurhöfum, er stuðlaður skáldskapur að blikna með Þjóðverj-
um og hverfa. Þá snýr Otfrid (Auðröður mundi hann heita á voru
máli) guðspjöllunum í ljóð, eitthvað líkt því sem gert var liðlega
1000 árum síðar austur í Hreppum, og þar eru stuðlarnir farnir
forgörðum, en aðfenginn háttur með lokarími, víða miðlungi góðu,
kominn í staðinn. Á landnámsöld íslands eru þýzk skáld hætt að
kveða að fornum sið. Þessi umskipti eru talin hin snöggustu og
gagngerustu sem orðið hafi í allri sögu þýzkrar ljóðagerðar.
A Englandi stendur stuðlaður kveðskapur miklu lengur í blóma.
Nafnkunnast kvæði með þeim hætti á fornenska tungu er Beowulf
eða Bjólfskvæði. Hér skal tilgreint sýnishorn úr öðru frægu kvæði
fornensku, því er nefnist Wídsíð eða Víðförull og talið er eldra en
Islands byggð. Það er lagt í munn skáldi er sótt hafi heim marga
höfðingja og skemmt hirðmönnum þeirra með flutningi braga. Víða
má þræða frumtextann ef íslenzkað er, helzt ef orðaval er haft í
fornyrtara lagi. Um orðið ‘sælli’ í síðustu línu skal þess getið að
það er í fornensku notað stundum þar sem við mundum fremur
segja ‘betri‘.