Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
259
ganga, — allt þvert ofan í úrtölur sveitunganna. sem áttu þó mest
undir því að mólið ynnist. Réttskyn Guðmundar í Eyjarhólum er
hér jafnöruggt og í sjóferðum hans, þó öðrum þætti tvísýnt horfa.
Og hann lætur ekki staðar numið.fyrr en sigur er unninn.
Höfundur Pabba og mörnmu greinir aðeins eitt dæmi þessi að
réttskyn Eyjarhólabóndans bregzt, og þetta dæmi er fullkomlega
táknrænt á þeim stað þar sem það kemur fyrir í bókinni. Aldur
og þreyta færist yfir Guðmund bónda, hann lýist undir þeirri á-
byrgð, sem umhverfið hlaut að leggja slíkum manni á herðar. í
lok manndómsáranna ákveða þau Eyjarhólahjón að hverfa burt úr
héraði sínu, þar sem þau höfðu fyrir atgervisakir verið sjálfgerð-
ar stoðir, upphaldsmenn félagslífs og athvarf annarra. Það er eins
og þau kinoki sér við að mæta elli, hrörnun og vanmegnan í því
umhverfi þar sem þau höfðu löngum verið annarra manna styrkur.
Þau fara roskin búferlum suður að Laxnesi í Mosfellssveit. Með
þeim flótta er sérstök rökleysa hafin í lífi þessara hjóna, og sú rök-
leysa gerir um sig, svo jafnvel smæstu atvik eru henni háð. Vottur
þess, hvernig Guðmundur í Eyjarhólum uppvaknar nú ókunnur
maður í lífi sjálfs sín, er villa hans milli Kolviðarhóls og Laxness.
Á þessari stuttu og einföldu leið, auðhlaupinni á 3—4 klukkutím-
um, yfir slétt, torfærulaust land, í stefnu austanvert við fjall, Grím-
mannsfell, sem blasir við auga frá Kolviðarhóli, villist nú þessi rat-
vísi rnaður með lest sína, fólk og farangur á heiðskírum vordegi,
og heldur áfram að hringsóla um Mosfellsheiði rannnvilltur í sól-
skininu allan daginn og nóttina með, unz liann kemur lest sinni
síðla nætur til byggða í öðrum enda sveitarinnar, langt vestan við
fellið, sem hann hafði að morgni stefnt á austanvert. Frásögn Eyj-
ólfs Guðmundssonar af þessu atviki uppmálar betur botnholu, sem
orðið getur í lífi manns, en langar sálfræðilegar útskýringar, eða
aðrar, segir í rauninni allt um ákveðinn harmleik, sem gerist í lífi
þessa fólks um leið og rót þess er slitin. Og í sögulok, þegar Guð-
mundur í Eyjarhólum snýr heim aftur í hérað sitt einmana og elli-
móður, ber myndin ósjálfrátt einhvern svip af ellisögu Egils Skalla-
grímssonar á Mosfelli.
Gamlársdag 1944.